fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 17. mars 2019 21:10

MIkið að gerast í vikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 18. – 24. mars

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Nú eru spennandi tímar framundan hjá hrútnum. Hann fær ofboðslega góða gesti á næstu vikum – gesti sem eiga eftir að gleðja hann afskaplega mikið. Um er að ræða góðan vin eða fjölskyldumeðlim sem þú hefur ekki séð lengi og saknar óskaplega mikið.

Það eru hins vegar einhverjir erfiðleikar heima fyrir. Þú finnur á þér að það er ekki allt eins og það á að vera og einhver spenna sem einkennir hversdaginn á heimilinu. Þú átt eftir að fá að vita hvað það er sem veldur innan skamms og það er ekki skemmtilegt.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 14, 26, 41

Naut

20. apríl – 20. maí

Þú ert rosalega heppinn með fólk í kringum þig núna og það eru rosalega margir sem geta veitt þér svakalega mikla ánægju og gleði. En þú verður að hleypa þessu fólki að þér og leyfa því að taka þátt í lífinu þínu. Þú veist alveg um hvaða fólk ég er að tala.

Í vinnunni er einhver manneskja sem reynist þér erfið. Hugsanlega eru einhver svik sem þú kemst að og þér er ekki skemmt. Þú stendur alltaf með þér sjálfum, þannig að það er ekki vandamálið. En svik eru ávallt vond og særandi. Passaðu þig og hjartað þitt.

Í ástarlífinu er eitthvað nýtt og spennandi í kortunum. Þeir sem eru einhleypir ættu að víkka út sjóndeildarhringinn á meðan lofuð naut sjá algjörlega nýja og spennandi hlið á maka sínum.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 2, 25, 60

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Jahá, tvíburi! Það er rosalega mikið að bærast innra með þér. Þú veist ekkert hvort þú ert að koma eða fara. Þú vilt eitt en segir annað. Þér leiðist svo óskaplega á einhverju sviði lífsins að það hálfa væri nóg. Ekki samt reyna að kenna öllum öðrum um. Þú skapar þína eigin hamingju – mundu það. Ekki alltaf færa sökina yfir á aðra.

Í vinnunni eru líka einhver leiðindi. Það er eins og ekkert geti gert þig ánægðan þessa dagana, kæri tvíburi. Ekki pirra þig endalaust yfir því hvernig aðrir vinna eða tala. Einbeittu þér bara að sjáflum þér.

Það er einhver stór viðburður í vændum sem þú ert örlítið stressaður yfir, en vittu til – það á allt eftir að blessast.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 1, 27, 33

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Það er svo gaman að vera í kringum þig, elsku krabbi. Þú ert svo lífsglaður, hamingjusamur og sjarmerandi og það geislar af þér gleðin. Fólk sogast að þér og þú nærð að heilla gjörsamlega alla upp úr skónum. Það á eftir að koma sér vel þegar að leysa þarf erfitt verkefni í vinnunni eða skóla í vikunni. Þú nærð hópnum saman og það er þér að þakka að allt fer vel að lokum.

Vonbiðlar bíða í röðum eftir einhleypum kröbbum en þú vilt bara vera einn með sjálfum þér núna. Þú kærir þig ekkert um að gefa þig ástinni á vald eftir erfiðara reynslu fyrir ekki svo löngu síðan. Það er bara flott. Stattu með þér og hugsaðu um hvað er þér fyrir bestu.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 2, 30, 44

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið stendur á tímamótum. Það er nýbúið að upplifa merkisviðburð í sínu lífi, viðburð sem lét það endurmeta lífið í heild. Þú sérð núna að það eru ekki allir eins og þeir virðast vera í fyrstu og nú þarft þú að setja niður og losa þig við fólkið í lífinu sem veldur þér meiri kvíða og leiðindum en gleði og hamingju. Ég held að þú vitir innst inni hverjar þessar manneskjur eru. Sumar þeirra standa þér nærri og það er erfitt. En þetta er eins og með plásturinn – það þarf bara að rífa hann af.

Þú hlakkar til að takast á við eitthvað verkefni næstu daga. Það getur verið í vinnu eða skóla en það getur líka verið vinnustofa eða fyrirlestur utan vinnunnar. Virkilega spennandi verkefni sem á eftir að gefa þér mjög mikið.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 6, 17, 28

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Það er ekki mikið eftir af mánuðinum en þú hlakkar til að hann endi. Þú ert búin að hafa miklar áhyggjur af peningum og vinnufélagarnir eru búnir að fara extra mikið í taugarnar á þér. Þér líður illa þegar þú ert heltekin af pirringi og volæði og getur ekki beðið eftir að anda að þér fersku aprílloftinu.

Heima fyrir gengur ofboðslega vel. Það er líf og fjör á heimilinu og þú kaupir nýtt tæki eða mublu sem á eftir að gera þig rosalega montna með þig. Þetta er eitthvað sem þú hefur þráð lengi.

Þú ert byrjuð að hugsa betur um þig sjálfa en betur má ef duga skal. Settu það í forgang að hreyfa þig á hverjum degi, hvort sem það er stuttur göngutúr, æfingar yfir sjónvarpinu eða mæta í ræktina. Það gerir þér svo ofboðslega gott og þú veist það.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 9, 11, 40

Vog

23. september – 22. október

Ekki hafa áhyggjur elsku vog. Það á allt eftir að róast í þessari viku og það verður ekki eins mikið álag á þér og hefur verið undanfarið. Það gefur þér tíma til að gera meira af því sem þér finnst gaman í staðinn fyrir að gera bara það sem þú þarft að gera.

Um miðbik vikunnar kemur einhver þér á óvart og það er ofboðslega kærkomið. Þú átt gott fólk í kringum þig sem vill þér vel og þessi glaðningur er enn ein staðfesting um það.

Í vinnunni eru breytingar í nánd sem þú færð að vita meira um í vikunni. Þér líst vel á það en tekur þeim með fyrirvara, sem er ekki algengt í þínu tilviki. Þú vilt bara sjá aðgerðir í verki – ekki aðeins orð á borði.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 25, 39, 50

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Það er einhver búinn að svíkja þig mjög mikið elsku sporðdreki. Þú hefur lent í einhverju sem særir inn að dýpstu hjartarótum. Það er svo sárt. Svo óendanlega sárt. Þú þarft að hvíla í sorginni áður en þú hleypur áfram og í næsta verkefni. Þú þarft að vinnna í þér sjálfum til að geta fundið gleðina á ný. Þú þarft að leita þér sérfræðiaðstoðar. Ekki hræðast það. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.

Af þessum sökum ættir þú að tala við þinn vinnuveitanda og athuga hvort það sé möguleiki að fá einn til tvo daga í frí. Það gæti virkilega hjálpað og þá færðu rými til að rækta andlegu hliðina.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 18, 23, 68

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Þér eru allir vegir færir elsku bogmaður. Þvílíkt sjálfstraust og útgeislun! Það gengur allt upp í þessari viku og þú ert að fíla það.

Um miðbik vikunnar færðu áhugavert símtal frá manneskju sem þú hefur ekki talað við lengi. Hún kynnir þig fyrir viðskiptatækifæri sem þér líst mjög vel á. Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru.

Í ástarlífinu er ekkert nema rauðar rósir og regnbogar. Ég er að segja þér það bogmaður – þetta er vikan þín!

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 18, 42, 70

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það er eitthvað rosalega mikið að gerast í vinnunni þinni elsku steingeit. Það er mikið um breytingar og þú tekur virkan þátt í þeim. Þú ert mjög glöð í vinnunni þinni og gætir ekki hugsað þér betri stað til að vera á. Þessar breytingar í vinnunni eru ekki jákvæðar en þú nærð að gera þær skemmtilegar og auðveldar.

Heima fyrir er voðalega þungt yfir þér. Þig langar ekkert ofboðslega mikið að vera heima. Það er einhver vond ára yfir heimilinu og þú þarft að finna leið til að fæla hana í burt.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 3, 40, 56

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Vá – það er eitthvað svakalegt ævintýri í kortunum sem vatnsberinn er að fara að lenda í. Það er ekki hérlendis heldur erlendis og þú færð að vita allt um það í vikunni. Þetta er alls ekki það sem þú bjóst við en mikið sem þetta verður gaman. Það er ekki síður spennandi að undirbúa þetta ævintýri með góðum vinum.

Þeir vatnsberar sem eru í vinnu væru til í að byrja aftur í skóla. Þetta er eitthvað sem þú ættir að íhuga alvarlega því hugsanlega ertu á vitlausri braut.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 6, 13, 71

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Nú er tími fyrir fiskinn að setja sér háleit markmið. Skrifaðu þau niður og ekki láta neitt stoppa þig. Þú átt eftir að kynnast alveg nýrri hlið á þér eftir því sem þú nærð fleiri markmiðum.

Í ástarlífinu er eitthvað rosalega mikið að gerast. Ertu nokkuð að fara á skeljarnar? Flytja inn með elskhuga? Áttu kannski von á barni? Það er allavega eitthvað stórfenglegt í vændum og það er mjög spennandi.

Í vinnunni er frekar lítið að frétta, fyrir utan eina manneskju sem virðist vera búin að einsetja sér að vera leiðinleg við þig. Láttu þetta sem vind um eyru þjóta – þú veist hvers virði þú ert og lætur ekki fólk tala niður til þín.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 18, 23, 90

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.