fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 16. mars 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins algengt það telst að kona fæði barn í heiminn þá upplifir hver og ein kona sína fæðingu á einstakan hátt. Margar konur eiga erfitt með að útskýra tilfinningarnar á bak við fæðinguna enda má segja að þær séu mikil blanda af bæði sársauka og gleði.

Það eru líklega fáar konur sem hugsa um neitt annað en að anda sig í gegnum verki og finna sér almennilega stöðu til þess að vera í þegar komið er að lokasprettinum í fæðingu. En ljósmyndarinn Megan Mattiuzzo var ákveðin í því að taka myndir af augnablikinu þegar sonur hennar Easton kom í heiminn. Samkvæmt Metro höfðu vinir ljósmyndarans boðið henni að taka myndirnar fyrir hana en tók hún það ekki í mál og vildi hún sjálf ná augnablikinu á filmu þegar sonur hennar tæki fyrsta andardráttinn.

Staðsetti Megan myndavélina ofan á maga sínum og tókst henni með því að ná ótrúlegum myndum af því þegar sonur hennar kom í heiminn og ljósmæðurnar lyftu honum upp. Megan upplifði miklar og vondar hríðar og fékk hún mænudeyfingu sem virkaði ekki sem skyldi. Eiginmaður hennar var því með myndavélina við hönd megnið af tímanum en rétti Megan hana rétt áður en barnið kom í heiminn.

„Ég vildi ná einni mynd frá mínu sjónarhorni og ég vildi að það yrði mynd af fyrsta andardrætti sonar míns,“ sagði Megan.

„Ég hætti að einblína á verkina. Þetta er sonur minn, barnið mitt. Að sjá hann.. Ég get ekki útskýrt tilfinninguna. Þú gengur með barn í níu mánuði og veist ekki hvernig það mun líta út og hver þau eru. Og að sjá síðan heilbrigt barn, það hellist yfir mann hamingja.“

Um leið og Megan var búin að taka myndirnar rétti hún eiginmanni sínum myndavélina svo hún gæti fengið son sinn beint í fangið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.