fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2019 15:51

Sam Smith.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sam Smith opnar sig upp á gátt í nýju viðtali á Instagram við Jameela Jamil. Sam er 26 ára í dag en segist hafa átt í miklum erfiðleikum með líkamsímynd sína síðan hann var lítill. Hann segir að oft séu þessi vandamál hjá karlmönnum hunsuð.

„Ég hef ekki heyrt um marga karlmenn sem tala um þetta,“ segir Sam. „Mér finnst meira að segja skrýtið að vera í þessu viðtali vegna þess að strákar tala ekki mikið um þetta.“

Sam segir að vandamál sín með líkamsímynd hafi byrjað snemma, „alveg frá því ég var barn.“ Hann segist hafa verið óöruggastur með líkama sinn rétt áður en hann varð táningur.

„Ég var þybbinn sem barn og var með mikla fitu á brjóstkassanum. Þegar ég varð ellefu ára fór ég til læknis. Ég var svo var um mig að það var byrjað að hafa áhrif á skapið mitt á hverjum degi,“ segir Sam og bætir við að hann hafi farið í fitusog á brjóstkassa þegar hann var aðeins tólf ára gamall.

„Á þeim tíma held ég að ég hafi verið glaður með þetta,“ segir hann, en áhrif aðgerðarinnar entust ekki. „Ég held að ég hafi bætt þyngdinni aftur á mig á tveimur vikum því ég var ekki búinn að átta mig á sambandi mínu við mat, þannig að þetta breytti ekki neinu. En að vera tólf ára og fara í fitusog á brjóstkassa er frekar mikið mál.“

Sam segist enn eiga í erfiðleikum með líkamsímynd sína.

„Þetta er rót allrar depurðar minnar,“ segir hann. „Allt sem ég hef verið dapur út af er bókstaflega út af þyngdinni. Ég glími við þetta á hverjum degi.“

Horfa má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.