fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

Elskar þú fatastíl Rachel Green – Rósa Soffía fann lausnina

Lady.is
Laugardaginn 16. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er forfallinn Friends aðdáandi og ég gæti ekki einu sinni, sama hversu mikið ég myndi reyna, talið hversu oft ég hef horft á allar seríurnar. Fyrst horfði ég á þættina á videospólum. Þá fór ég 2-3 kvöld í viku á videoleiguna og leigði nokkrar spólur, mig minnir að það hafi verið 4 þættir á hverri spólu. Seinna eignaðist ég svo allar videospólurnar sjálf. Svo man ég ennþá eftir þeim gleðidegi þegar allar seríurnar komu á dvd saman í kassa í Elko og kostaði kassinn um 20.000 kr. Ég var örugglega ein af þeim fyrstu til að fjárfesta í þessum kassa, enda var þetta mjög dýrt á sínum tíma (já ég er gömul). Núna horfi ég á þættina á Netflix, og ég hef rennt í gegnum seríurnar allnokkrum sinnum eftir að þeir komu þangað og ég er alls ekki hætt. Ég myndi segja að þetta væri minn helsti dealbreaker, ég gæti bara alls ekki deitað gaur sem vildi ekki sofna með Friends í gangi. Það er bara svo einfalt!

Eftir að hafa horft svona mikið á þættina þá get ég ómögulega gert uppá milli karaktera, mér finnst þeir allir frábærir á sinn hátt. En ég held að allar stelpur sem hafa horft á Friends geti verið sammála um að að Rachel sé klárlega „fashion icon“. Hver man ekki eftir Rachel hárgreiðslunni sem var vinsælasta beiðnin á hárgreiðslustofunum? Ég elska, þá meina ég gjörsamlega elska, fatastílinn hennar Rachel í fyrstu seríunum, þegar hún er að vinna á kaffihúsinu. Ég hef meira að segja leitað af mörgum flíkunum sem hún klæðist í þáttunum, eða álíka, á netinu til að reyna að fjárfesta í fyrir sjálfa mig, með misgóðum árangri, en þó fundið eitt og annað sniðugt. Það er svo gaman hvað tískan fer í hringi og núna er svo mikið af þessum fötum komið í tísku aftur.

Mér datt í hug að taka saman nokkur af mínum uppáhalds Rachel outfitum og sýna ykkur hvar þið getið fundið svipuð föt á netinu til að „stela stílnum“.

Það þekkja allir Rauða Kross bolinn sem Rachel var í við klassískar ljósar gallabuxur. Svipaðan bol er hægt að fá HÉR og svo er hægt að gera góð kaup á gallabuxum í Lindex til dæmis (Vera gallabuxurnar eru mínar uppáhalds, þær eru svo mjúkar og háar í mittið).

Brúnu buxurnar og Crown-bolurinn er eitt af mínum uppáhalds Rachel kósý outfitum. HÉR er hægt að fá svipaðar buxur og HÉR bolinn. Rachel var í þessum fötum í atriðinu þegar hún og Monica eru að rífast um hvor þeirra eigi að deita Jean Claude Van-Damme.

Ég elska þáttinn þegar Rachel, Pheobe og Monica fara í stepdans tímann, þá er Rachel í köflóttum buxum og hvítum bol með rós framan á. HÉR er hægt að fá köflóttar buxur í sama stíl og HÉR er hægt að fá allskonar Rachel Green boli, til dæmis þennan blómabol.

Í atriðinu þar sem Rachel týnir Marcel, apanum hans Ross, klæðist hún klassísku „school-girl“ outfiti. Hvíta rúllukragaboli er hægt að fá í mörgum verslunum í dag, og fann ég svo nokkur svipuð pils með því að leita af „pleated mini skirts“ og þá meðal annars þetta HÉR.

HÉR er svo önnur síða með allskonar FRIENDS bolum sem er gaman að skoða.

Færslan er skrifuð af Rósu Soffíu og birtist upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.