fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Þetta er ástæðan fyrir því að þú ættir alls ekki að hreinsa eyrun með eyrnapinna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 13:30

Þetta getur verið stórhættulegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur maður, 31 árs gamall, hreinsaði eyru sín með eyrnapinna en fékk í kjölfarið flog og hneig niður. Hann fékk bakteríusýkingu, sem heitir necrotising otitits externa, og réðst á höfuðkúpu hans. Í grein á Metro er haft eftir læknum að hluti af bómul af eyrnapinna hafi fests í hlustinni í eyranu og fært sig upp í höfuðkúpuna.

Dr. Alexander Charlton hjá háskólasjúkrahúsinu í Coventry meðhöndlaði manninn og segir að sýkingin hafi valdið þrýstingi á heilann. Sjúklingurinn fór í sneiðmyndatöku og gekkst síðan undir aðgerð til að fjarlægja bómullarhnoðrann.

Sjúklingurinn var í viku á sjúkrahúsi og á sýklalyfjakúr í tvo mánuði. Hann hefur náð sér að fullu. Eyrnapinninn hefði hins vegar geta valdið varanlegum skaða, svo sem heyrnartapi. Í grein Metro kemur fram að NHS, breska heilbrigðisþjónustan, mæli ekki með notkun eyrnapinna, né fingra til að hreinsa eyrnamerg.

Hins vegar er mælt með að setja tvo til þrjá dropa af ólífu- eða möndluolíu í eyrað tvisvar á dag í nokkra daga ef eyrnamergur er mikill. Annars ætti að vera óþarfi að þrífa eyrun sérstaklega, nema í sturtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.