fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem gengur eins og eldur í sinu um netheima hefur vakið mikla athygli, sérstaklega meðal foreldra. Myndbandið hefur fengið tæplega ellefu milljón áhorf á einni viku og er skylduáhorf fyrir alla foreldra.

Kerwin Rae deildi myndbandinu á Facebook síðu sinni. Kerwin er einstæður faðir, viðskiptamaður, athafnamaður og sérfræðingur í mannlegri getu samkvæmt Facebook-síðu hans.

Kerwin hefur haldið mörg námskeið um barnauppeldi og er myndbandið frá einu slíku námskeiði.

Áhyggjufull móðir spyr hann hvernig hún eigi að kljást við son sinn. Sonur hennar er átta ára, öðruvísi og „hættir aldrei, ekki einu sinni þegar hann sefur.“ Hún segist ekki vera slæm móðir en vantar hjálp.

Horfðu á myndbandið hér að neðan. Það á eftir að gefa þér gæsahúð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.