fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Skoðar þú túrtappa fyrir notkun? Ef ekki byrjaðu strax: „Svört mygla á túrtappanum mínum“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 14. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðar þú venjulega túrtappana þína áður en þú notar þá? Ef ekki byrjaðu strax!

Kimberly Fisher var ekki vön að skoða túrtappana sína en ákvað að gera það í þessu tilfelli. Hún bjargaði örugglega lífi sínu í leiðinni, en eitthvað mjög slæmt hefði getað gerst.

„Ég ætlaði að nota túrtappa og tók eftir því að spottinn var skrýtinn á litinn. Þannig ég skoðaði efsta hluta túrtappans. Ég sá að hann var líka eitthvað skrýtinn á litinn. Þannig ég ýtti honum út úr hylkinu og búmm. Svört mygla á túrtappanum mínum,“ segir Kimberly á Facebook.

Túrtappinn sem um ræðir er ekki úr gömlum kassa sem Kimberly keypti fyrir löngu og geymdi í rökum skáp.

„[Túrtappinn er] úr glænýjum kassa sem ég keypti fyrir aðeins tveimur dögum. Tampax Pearl. Dömur, áður en þið notið túrtappa, skoðið hann,“ segir Kimberly.

Hún hafði samband við Tampax sem sendi henni afsláttamiða fyrir næstu kaup á túrtöppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.