fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Jennifer Lopez hefur verið trúlofuð fimm sinnum: Sjáðu alla demantshringana

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 12. mars 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Lopez, 49 ára, og Alex Rodriguez, 43 ára, eru trúlofuð. Fyrrum hafnaboltakappinn fór á skeljarnar 9. mars síðastliðinn. Söngkonan hefur verið gift þrisvar sinnum áður, þeim Ojani Noa, Chris Judd og síðast Marc Anthony. Hún á tvíburana Max og Emme, 11 ára, með Marc. Jennifer var einnig trúlofuð Ben Affleck.

Sjáðu alla trúlofunarhringi J. Lo hér að neðan. E! Online tók fyrst saman.

Eiginmaður nr. 1: Ojani Noa

J.Lo og Ojani giftust árið 1997 og skildu tæplega ári síðar. Ojani var þjónn áður en hann varð veitingamaður.

Trúlofunarhringur nr. 1

Eiginmaður nr. 2: Cris Judd

Söngkonan og fyrrum dansari hennar giftust 2001. Þau hættu saman tæplega ári síðar og skildu alveg í janúar 2003.

Trúlofunarhringur nr. 2


Unnusti nr. 3: Ben Affleck

Jennifer Lopez og Ben Affleck byrjuðu saman 2002. Í nóvember sama ár fór leikarinn á skeljarnar. Þau ætluðu að giftast 14. september 2003 en fjórum dögum áður hætti Ben við. Hann sagði ástæðuna vera „óhóflega fjölmiðla athygli.“  Nokkrum mánuðum síðar hætti parið saman.

Trúlofunarhringur nr. 3

Eiginmaður nr. 3: Marc Anthony

Söngvararnir giftu sig árið 2004 og hættu saman árið 2011. Þau skildu alveg 2014. Þau eiga saman tvíburana Max og Emmu, 11 ára.

Trúlofunarhringur nr.4

Unnusti nr. 5: Alex Rodriguez

Parið byrjaði saman í febrúar 2017. Þau trúlofuðu sig 9. mars síðastliðinn og deildu fréttunum á Instagram.

Trúlofunarhringur nr. 5
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.