fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Íris heltekin af kynhegðun kvenna: Fróaði sér í rútu – „Ákveðin listgrein að fróa sér án mikillar fyrirferðar“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var unglingur heyrði rosalega mikið talað um sjálfsfróun, en bara frá sjónarhorni karla. Þá spurði ég sjálfa mig: „Bíddu, eru stelpur ekkert að fróa sér?““

Svo mælir Íris Stefanía Skúladóttir listakona, en hún var gestur í morgunþættinum Múslí og talaði þar um fullnægingar, greddu á almannafæri og af hverju stelpur vilja ekki tala um sjálfsfróun.

Íris óskaði eftir nafnlausum sögum þegar hún hóf mastersnám í sviðslistum í Listaháskóla Íslands. Í náminu stóð til að rannsaka kynhegðun fólks en að lokum afmarkaði hún sig við kynhegðun kvenna því hún fann hvað það var áríðandi. Þegar hún las sögurnar sem hún fékk sendar kom margt henni á óvart. Þá safnaði hún sögunum sem hún fékk sendar og bjó til bókina Þegar ég fróa mér.

Þegar Íris spurði bekkjarsystur sínar út í sjálfsfróun á unglingsaldrinum sagði hún að þær voru afar hikandi þegar kom að þessari umræðu. „Svo kemur í ljós að það eru allir að fróa sér, en það vilja ekki allir tala um það,“ bætir hún við.

Segist Íris hafa verið heltekin af umræðunni um sjálfsfróun kvenna síðan hún tók upp þá hugmynd að gera könnun á meðal bekkjarfélaga sinna í framhaldsskóla, hugmynd sem kennara hennar þótti fráleit á þeim tíma. „Maður á svo sem ekki alltaf að tala um sjálfsfróunina sína, en það munar um að finna fyrir því að maður geti gert það,“ segir hún. „Ef þú ert einn eða ein og ert að fróa þér, þá ertu ekki að skaða neinn. Þú gerir bara það sem þú vilt.“

Hraðakeppni í sjálfsfróun

Samkvæmt Írisi er sturtuhausinn eitt af þeim fyrirbærum sem er hvað algengast í sögunum sem henni barst, en hann kemur einmitt við sögu í einni frásögninni sem hún telur vera eina af sínum uppáhalds. Þá les Íris upp umrædda sögu og er hún svohljóðandi:

„Ég byrjaði sem unglingur að fróa mér í baði og sturtu með því að láta mjúka og þykka bunu sturtuhaussins um verkefnið. Í nokkur ár notaði ég einungis þessa leið og var því ákaflega hreint ungmenni, því þetta taldi klukkustundunum saman í sturtubotninum. Eftir því sem tímanum hefur undið fram hef ég yfirgefið þessa aðferðafræði. Ég ákvað í nafni vísindanna að fróa mér þegar ég fékk beiðni um að taka þátt í þessu verkefni og hér er það sem mér datt í hug á meðan:

Ég man eftir að hafa verið að deyja úr greddu í rútu í útlöndum og hugsað: „Af hverju má ég ekki bara gera þetta hér? Það er ekki eins og ég muni trufla neinn frekar en ég myndi klóra mér, fá hóstakast, hnerra eða gera eitthvað annað sem er náttúrulegt. Þegar ég var búin að færa þessi máttlausu rök fyrir því að þetta væri frábær hugmynd lagði ég úlpuna mína yfir lærin og gerði það sem mig langaði. Þrátt fyrir að vera ekki mjög hæglát né hljóðlát týpa í kynlífi var þetta mjög gott, man ég.

Það er ákveðin listgrein að fróa sér án mikillar fyrirferðar, því fullnægingin springur einhvern veginn inn en ekki út, sem er líka geggjað. Ég geri þetta stundum ef ég á erfitt með að sofna eða vakna á undan makanum mínum og það er alltaf jafn gott. Það að fróa sér er samvinnuverkefni líkama og sálar.

Einu sinni vorum við vinkona mín að ræða sjálfsfróun og ég fór að tala um að ég gæti fengið það þegar ég vildi á ógnarhraða. Hún fór eitthvað að „challenge‘a“ þessu rúnkgorti mínu og endaði það með því að við fórum í sjálfsfróunarhraðakeppni. Við vorum staddar úti á landi á þessum tíma og í ægifögru veðri stoppuðum við bílinn, lögðumst í sitthvoru lautina og svo hóaði ég þegar ég var búin að rústa keppninni. Ef það væri Norðurlandamót í sjálfsfróun yrði ég kannski send. Af hverju eru ekki Norðurlandamót í sjálfsfróun eða að minnsta kosti smáþjóðleikar?“

Íris segir það vera til milljón sögur af sjálfsfróunum á almannafæri sem fólk heyrir aldrei af. Þegar Íris fékk sendar sögurnar bjóst hún við meiri reiði, ofbeldi, skömm og eða að það kæmi eitthvað eins og kynferðisofbeldi inn í myndina, en segir hún hið gagnstæða hafa komið úr niðurstöðunum, sem hún segir vera ótrúlega fallegan hlut.

„Það sem er svo fallegt við sögurnar er það að þetta er bara þeirra eigin saga af þeim að njóta sín með sjálfum sér. Þannig þetta er bara ótrúlega fallegt. Sumar sögurnar eru bara stuttar og aðrar eru ljóðrænni,“ segir hún.

Sjá má brot úr fleiri sögum bókarinnar Þegar ég fróa mér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.