fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Gwyneth Paltrow gerir grín að sjálfri sér: Skilur ekkert hvað Goop er – „Þetta er kallað meðvitað atvinnuleysi“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 12. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt stundum erfitt með að skilja hvað helmingurinn af Goop vörunum er, hafðu engar áhyggjur, Gwyneth Paltrow skilur það ekki heldur. Eða allavega þóttist hún ekki skilja það í SNL.

Leikkonan heldur úti vinsælli lífsstílssíðu, Goop.com, þar sem hún selur einnig alls konar vörur. Allt frá fatnaði til líkamsskrúbbs og vöru sem heitir ‚Goopgenes‘.

Síðastliðið laugardagskvöld var Heidi Gardner í hlutverki sínu sem stressaði Goop starfsmaðurinn, Baskin Johns, til að kynna nokkrar nýjar vörur. Eins og venjulega var hún mjög stressuð en sem betur fer kom yfirmaður hennar, Fifer, henni til hjálpar.

Gwyneth Paltrow var óvænt í hlutverki Fifer. Saman reyndu Baskin og Fifer að útskýra hvað Goop saltskrúbbur væri. Atriðið er sprenghlægilegt. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.