fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Systir hennar svipti sig lífi: „Það síðasta sem ég sagði við hana var: Plís, ekki drepa þig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 21:36

Sorgarsaga hæfileikaríkrar stúlku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíuverðlaunahafinn Kelly Catlin, sem varð heimsmeistari með félögum sínum í bandaríska landsliðinu í hjólreiðum í þrígang, svipti sig lífi í herbergi sínu á heimavist í Kaliforníu síðastliðið föstudagskvöld. Systir hennar, Christine Catlin, opnar sig um fráfall systur sinnar í samtali við tímaritið People.

Christine segir að Kelly hafi verið illa stödd nokkrum vikum fyrir sjálfsvígið.

„Við töluðum saman í síma og hún sagðist annað hvort vera að meta hlutina og njóta lífsins eða að ef hlutirnir breyttust ekki næsta mánuðinn ætti hún örugglega eftir að svipta sig lífi,“ segir Christine. „Það eru aðeins tvær vikur síðan. Ég hélt að við ættum meiri tíma saman. Það síðasta sem ég sagði við hana var: Plís, ekki drepa þig.“

Christine segir að herbergisfélagi Kelly á heimavistinni við Stanford-háskóla hafi komið að henni á föstudagskvöld og gert yfirvöldum viðvart. Kelly var við meistaranám í verkfræði þegar hún lést.

„Ég hef verið dofin síðan“

Ung Kelly Catlin.

„Ég var að hjóla þegar ég fékk fréttirnar og mamma mín hringdi,“ segir Christine um daginn sem systir hennar dó. „Við höfðum áhyggjur því Kelly hafði ekki svarað símanum í um það bil viku. Ég fékk slæma tilfinningu um það. Ég byrjaði að ofanda og gráta þegar mamma hringdi. Ég hef verið dofin síðan,“ bætir hún við.

Að sögn fjölskyldumeðlima hjólreiðakonunnar var hún búin að glíma við andleg veikindi síðan í desember, þegar hún fékk heilahristing í hjólreiðakeppni. Í kjölfarið fékk hún slæma höfuðverki, upplifði sjóntruflanir og gat ekki æft með liðinu sínu. Faðir Kelly, Mark Catlin, segir við People að dóttir sín hafi misst móðinn við meiðslin.

„Ég og konan mín töluðum við hana í síma vikulega og hún var byrjuð að missa áhugann á hjólreiðum. Hún hafði aldrei gert það áður,“ segir hann. „Hún hafði minni áhuga á Ólympíuliðinu, á æfingum, á öllu í lífinu. Við höfðum áhyggjur. Hún gekk fram af sér. Heilahristingurinn hafði djúpstæð áhrif á hana. Hún glímdi við þessi andlegu veikindi og fannst eins og hún væri föst.“

Reyndi sjálfsvíg í janúar

Kelly reyndi að fremja sjálfsvíg í janúar síðastliðnum, en lifði af og fór í andlega og líkamlega endurhæfingu í tvær vikur. Systir hennar, Christine, segir að sjálfsvígstilraunin hafi komið fjölskyldunni í opna skjöldu og að Kelly hafi sent nánum vinum og fjölskyldumeðlimum orðsendingu áður en hún reyndi að svipta sig lífi.

„Hún skrifaði að hugsanir hennar væru á fleygiferð og að hugur hennar virkaði ekki eins og áður,“ segir Christine. „Hún lýsti því hvernig hún var andlega pyntuð því hún gat ekki gert allt sem hún gat áður fyrr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.