fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Ingibjörg: „Ég hef ekki lengur samvisku í þetta. Vil ekki horfa á matardiskinn og finna fyrir sorg í hjarta“

Öskubuska
Laugardaginn 9. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarið er einfalt. Því ég er heigull. Ég er hrædd við að stíga skrefið. Ég er föst í þægindaramma þess sem ég þekki. Ég er alin upp af bændum. Amma mín og afi föðurmegin eru bændur og margir af frændum mínum og frænkum eru tengd búfénaði á einhvern hátt og mamma mín og pabbi eiga kindur og áttu hross í mörg ár. Ég hef séð allt frá fæðingu til lok lífs hjá flestum húsdýrum.

Þetta segir Ingibjörg Eyfjörð. Hún heldur áfram:

Þegar ég var smábarn var ég látin sitja í garðanum meðan allir stússuðust í rollunum, skemmtilegasta sem ég vissi var að smala og vera í sauðburð, hoppa í böggum og elta hænur, og þetta var allt svo eðlilegt. Við þurftum þessi dýr til að lifa af,  án þeirra hefðum við ekki mat eða vinnu. Kindurnar voru þarna til að við gætum notað ullina þeirra í peysur og borðað kjötið af þeim, beljurnar gáfu okkur mjólk og ost. Dýrin voru þarna útaf okkur – við vorum æðri, eftir allt saman erum við efst í fæðukeðjunni. Eða hvað? Erum við kannski bara hrokafull?

Ég hef alltaf notað afsökunina að ég borði bara kjöt af skepnum sem við ræktum sjálf, ég viti nákvæmlega hvað skepnan borðaði, hvernig var komið fram við hana – og hvernig hún dó. Ég meina, við komum mjög vel fram við kindurnar okkar.

Foreldrar mínir sögðu alltaf að okkur þætti vænt um dýrin okkar, við værum þakklát fyrir það sem þau gæfu okkur og okkur bæri skylda til að koma vel fram við þær. Þar til þær deyja þar að segja, þá sendum við þær í sláturhús eða skjótum þær og skerum þær á háls, því jú það er hægt að nota nánast allt frá dýrunum – meira að segja blóðið.

Ég hef líka alltaf haldið því fram að ég sé dýravinur. En er ég það í raun meðan ég held áfram að borða kjöt og neyta dýraafurða? Ég hef séð hestamenn vera allt annað en góðir við hrossin sín – en alltaf hundsað það og þagað yfir því. Er ég þá þessi dýravinur sem ég hef alltaf haldið fram að ég sé?

Ég man þegar ég var yngri þá fórum við pabbi með tík sem fjölskyldan átti til dýralæknis í svæfingu. Þetta var yndislegasta lífvera sem ég hef hitt, hún var besta vinkona mömmu minnar og svo ljúf og góð.

Ingibjörg Eyfjörð.

Hún var orðin gömul og veik og hefði hún lifað lengur hefði hún þjáðst og fundið til og það hefði ekki verið mannúðlegt að láta hana ganga í gegnum það, eingöngu til að við gætum notið nærveru hennar lengur. Ég hélt utan um hana á gólfinu hjá dýralækninum og ég mun að eilífu muna eftir augunum í henni þegar hún var búin að fá fyrstu sprautuna. Þessi endalausa sorg í augunum á henni.

Af hverju er búfénaður  og önnur dýr öðruvísi? Þau eru lifandi verur. Þau finna sársauka og sorg og þær hafa sama lífsvilja og við. Hver er munurinn? Það að við borðum ekki hunda og ketti?

Það er alltaf talað um að á Íslandi sé ekki þessi grimmd í dýraheiminum. Því er alltaf haldið fram að dýrin hér hafi það mun betra en úti í heimi. En hversu oft höfum við séð fréttir af svínum með legusár, hænum og ungum sem troðast undir og lifa við ólýsanlega viðbjóðslegar aðstæður? Of margar þó þær séu vissulega færri en úti í heimi – en við erum minni þjóð.

Ég hef aldrei pælt í því að vera vegan, hef oft gert grín af þeim og verið full af fordómum og fáfræði. Það var ekki fyrr en Amanda byrjaði að blogga hjá okkur [á oskubuska.is] sem ég byrjaði að hugsa út í það sem ég var að borða, hvernig maturinn komst á diskinn hjá mér, hvaða dýr þetta væri, hvernig það hefði lifað – og hvernig það hefði dáið.

Ég fór að skoða myndbönd, rannsóknir og marga vegan-aktívista og ég fann alltaf fyrir minni og minni áhuga á að borða kjöt. En þá komum við aftur að þessari gríðarlegu hræðslu við að fara yfir í það sem ég kann ekki.

Ég meina, hunangslegnar grísakótilettur eru minn helsti veikleiki, kindahakk er einn stærsti parturinn af mataræðinu á mínu heimili og MJÓLK! Ég elska mjólk! Þegar ég var yngri montuðum við bróðir minn okkur af því að á okkar heimili var drukkið 1.2 TONN af mjólk á ári.

Ég vill ekki þurfa að ýta því lengst niður að vita staðreyndir dýraiðnaðarins og hundsa þær. Fyrir nokkrum dögum hætti ég alfarið að borða rautt kjöt og ég mun núna á næstunni taka skref í að minnka dýraafurðir ennþá meira.

Ég er svo ótrúlega stressuð, en svo miklu meira spennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.