fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Djarfasti sundfatnaður heims setur allt á hliðina – Skilur ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 8. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískumerkið Black Tape Project var afhjúpað í fyrra og gerði allt vitlaust, svo vægt sé til orða tekið. Um er að ræða sundfatnað sem sérfræðingar hafa keppst um að kalla einn ef ekki allra djarfasta sinnar tegundar. Verkefnið kemur frá listamanninum Jose Alvarez, sem er kenndur við gælunafnið „Konungur límbandsins.“

Þessi stíll Alvarez átti endurkomu með nýju, fjölbreyttara sniði á dögunum á tískuhátíðinni New York Fashion Week og hefur límbandið enn á ný kveikt í netheimum með logandi umtali.

Ofurmódelin Alexis Michaud og Priscilla Huggins voru á meðal þeirra djörfu sem spókuðu sig á sýningunni og skildu lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.

Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þessi skrautlegi sundfatnaður verði tekin til notkunar á almennum markaði.

Hér eru myndirnar af viðburðinum sem hafa klofið álitsgjafa.
Klám eða list? Það er undir ykkur að dæma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.