fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Sjáðu bestu American Idol áheyrendaprufu allra tíma – Katy Perry: „Ég er hætt!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2019 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var besta áheyrendaprufan í American Idol. Eða það sögðu dómararnir.

Shayy Winn, 17 ára menntaskólanemi, missti nýlega sjónina vegna heilaæxlis. Shayy söng lagið ‚Rise Up‘ með Andra Day og varð Lionel Richie strax tárvotur.

„Þú ert með það sem við getum ekki kennt,“ sagði Luke Bryan við Shayy. Hún að sjálfsögðu komst áfram.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Hins vegar var þetta ekki prufan sem var talin vera besta áheyrendaprufa allra tíma.

Sá sem vann sér inn þann titill var Alejandro Aranda. Hann útskýrði fyrir dómurum að hann kenndi sér sjálfum að syngja, spila á gítar og spila á píanó þegar hann var tvítugur. Hann spilaði frumsamið lag og röddin hans var alveg ágæt. En það sem dómararnir misstu sig yfir var gítarspil hans.

Alejandro spilaði einnig á píanóið og var það einnig alveg magnað.

Luke Bryan var orðlaus í nokkrar mínútur en sagði svo að hann vildi ekki sjá neinn á eftir Aljeandro. Katy Perry sagðist ætla að hætta.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.