fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Kim og Kanye lögðu Taylor Swift í einelti: „Mér hefur aldrei liðið verr“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 18:30

Taylor lætur ekki deigan síga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Taylor Swift deilir þrjátíu lexíum sem hún hefur lært á lífsleiðinni í nýjasta hefti af tímaritinu Elle, en söngkonan verður þrítug í desember á þessu ári. Eitt af því sem hún deilir með lesendum er hvernig hún tókst á við eineltið sem hún þurfti að þola af hendi stjörnuhjónanna Kim Kardashian og Kanye West.

Taylor í Elle.

„Af minni reynslu vilja hrekkjusvín láta óttast sig og vera tekin alvarlega,“ segir hún. „Ónefndur aðili byrjaði eineltisherferð gegn mér á netinu fyrir nokkrum árum og kallaði mig nöðru á netinu. Mér hefur aldrei liðið verr í lífinu því svo margir gengu til liðs við þessa manneskju,“ bætir hún við.

„Það væri æðislegt að fá afsökunarbeiðni frá þeim sem leggja okkur í einelti en kannski fáum við aldrei neitt nema þá viðurkenningu að við lifðum þetta af og þrífumst þrátt fyrir þetta.“

Taylor og Kim.

Deilurnar við Kardashian-West-hjónin byrjuðu árið 2009 þegar að Kanye West truflaði þakkarræðu kántrísöngkonunnar á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni á eftirminnilegan hátt. Í júlí árið 2016 birti Kim síðan Snapchat-myndbönd af Taylor og kallaði hana meðal annars nöðru á Twitter. Taylor samdi í kjölfarið lagið Look What You Made Me Do, sem margir telja að sé um hjónin, og syngur lagið á tónleikum ásamt risastórri, uppblásinni nöðru sem hún hefur skírt Karyn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.