fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Hugmyndasnauð á öskudaginn? Vertu kötturinn þinn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 6. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú varst í vandræðum við að finna þér öskudagsbúning í ár þá erum við búin að finna lausnina fyrir þig næsta ár. Það er að segja ef þú átt kött.

Nú hefur fyrirtæki frá Japan hafið framleiðslu á grímu eða réttara sagt höfuðfati sem gert er eftir útliti katta og ekki bara einhverjum ketti, heldur nákvæma eftirlíkingu af þínum ketti. Metro greinir frá því að fyrirtækið á bak við hönnunina hafi ákveðið að nefna sig „My family“ eða fjölskyldan mín sem er alveg ágætis nafn svona fyrst þú ert að reyna að sannfæra köttinn þinn um að þú sért einn af þeim.

Fyrirtækið sem er virkilega stolt af sinni vinnu, hefur meira að segja leyft fólki að sjá hvernig vinnslan á kattarhöfðinu fer fram. Þar má sjá hvernig þeir endursköpuðu höfuðið á Bengali kettinum Rui sem býr í Kyoto. Rui er virkilega sætur köttur en við vitum ekki alveg hvað okkur á að finnast um þessa útgáfu af honum (og hann greinilega ekki heldur.)

Já, allt er nú til segjum við bara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.