fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Bryndís vill hætta að berja sig niður: „Ég er ekki 100% heilbrigður einstaklingur – Ég er sjúklingur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aldrei myndi ég gera lítið úr sjálfri mér ef ég væri fótbrotin og gæti þar af leiðandi ekki hlaupið maraþon. Ég meina, það segir sig bara sjálft. En af hverju geri ég þá lítið úr mér þegar ég er andlega brotin?“

Á dögunum var Bryndís Steinunn að tala við vinkonu sína í símann þegar hún gerði uppgötvun sem hún hafði ekki áttað sig á áður. Andleg heilsa Bryndísar hefur ekki verið góð og hefur hún legið í mikilli lægð undanfarið.

„Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi. En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Ég var að tala í símann við eina af uppáhalds manneskjunum í lífinu mínu. Síðasta ár var henni virkilega erfitt vegna röð áfalla og endaði það með því að hún var send í veikindaleyfi. Hún var orðin þunglynd og þurfti að fara að vinna í sinni andlegu heilsu,“ segir Bryndís í einlægri færslu sinni á síðunni Amare.

Af hverju að berja sig niður fyrir það sem þú getur ekki gert

Þá segir Bryndís: „Þessi dásamlega manneskja sagði við mig: „Í fyrsta sinn virkilega skil ég þig. Ég sit í sófanum og geri ekkert, er í kósífötum og horfi svo í kringum mig og fæ samviskubit því ég nenni ekki að taka til eða þrífa.“ Þetta er eins og talað út úr mínum munni og nákvæmlega það sem ég geri og segi við sjálfa mig. En hvað sagði ég við þessa manneskju sem varð til þess að ég fékk blauta tusku í andlitið og fattaði að ætti við mig líka: „Elstu stelpan mín, það er ekki málið að þú nennir ekki að gera hlutina. Þú ert ótrúlega dugleg og alls ekki löt, heldur er það að þú getur það bara ekki núna.“ Já stundum getur verið svo erfitt að gera hinu eðlilegustu hluti að okkur fallast hendur. Að setja bolla í uppþvottavélina getur orðið jafn ómögulegt og að lyfta upp bílnum okkar með handafli til þess að skipta um dekk.“

Veltir Bryndís því fyrir sér hvers vegna fólk sem glímir við andleg veikindi berji sig því stanslaust niður fyrir það sem þau geta ekki gert.

Hvetur fólk til þess að hætta að gera lítið úr sér

„Þvílík uppgötvun. Ég hef því frekar verið að skoða hvað ég gat yfir daginn í stað þess að horfa á það sem ég gat ekki eða bara gerði ekki. Suma daga getur það verið bara það að ég fór úr náttfötunum og klæddi mig. Stundum bý ég um rúmið eða set í bæði uppþvottavélina og þvottavélina, tek úr þeim og geng frá. Í dag vaknaði ég til dæmis mjög snemma og fór út að labba með hundinn sem ég er að passa núna í augnablikinu. Ég setti í uppþvottavélina og skellti henni í gang. Þegar hún var búin tók ég úr henni og gekk frá því. Ég þreif klósettið og eldhúsið og ryksugaði og skúraði eldhús, baðherbergi og ganginn. Ég ætla að hrósa sjálfri mér fyrir að hafa gert það en ég ætla ekki að einblína á það að stofan og svefnherbergið sé ekki hreint því ég kláraði orkuna í hina hlutina og það er frábært. Ég þarf ekki að gera allt í einu og ég þarf líka að hugsa út í það að ég er ekki 100% heilbrigður einstaklingur. Ég er sjúklingur, ekki bara andlega heldur líka líkamlega og margt smátt gerir eitt stórt.“

Hvetur Bryndís fólk sem tekst á við veikindi að hætta að gera lítið úr sér og að horfa frekar á það sem það getur gert ásamt því að hrósa sjálfum sér.

„Horfðu yfir hvað þú gerðir yfir daginn og hrósaðu þér fyrir það. Þannig að: Bryndís þú ert búin að gera fullt af hlutum í dag og ég er stolt af þér. Ég elska þig Bryndís mín og finnst þú ótrúlega dugleg að gera alla þá hluti sem þú gerir þrátt fyrir veikindi þín og erfiðleika. Þú ert dugleg að skoða sjálfa þig og taka framförum í þeim hlutum sem betur mættu fara. Haltu því áfram og reyndu ávalt að vera besta útgáfan af sjálfri þér. Mundu að til að vera góð manneskja, góð mamma og góð vinkona þarftu að byrja á að vera góð við sjálfa þig. Bless neikvæða og hundleiðinlega Bryndís óvinkona mín, ég er búin að fá nóg af þér!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.