fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Erna er með mikilvæg skilaboð fyrir sumarið: „Allir líkamar eru bikiní líkamar“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 5. mars 2019 18:00

Erna Kristín dreifir boðskap um jákvæða líkamsímynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín er með mikilvæg skilaboð fyrir sumarið. Erna Kristín er þekkt fyrir að dreifa boðskap um jákvæða líkamsímynd og hampra á því að allir líkamar eru fallegir, sama hvernig þeir eru. Hún heldur úti vinsælum Instagram aðgangi, @ernuland, þar sem hún deilir myndum og öðru efni tengdu jákvæðri líkamsímynd.

Sumarið er oft tími sem gerir fólk stressað. Það fer í átak nokkrum mánuðum fyrr í leit að hinum fullkomna „bikiní líkama.“ En Erna Kristín segir að allir líkamar eru bikiní líkamar.

https://www.instagram.com/p/BulgzIug4sB/

„Ómægat það er að koma sumar og ég er enn með fellingar og linan maga! ☹“ eða „ómægat það er að koma sumar og ég er enn með fellingar og linan maga! ?“ Nákvæmlega sama setninginn nema sitthvor „emoji-kallinn“ sem algjörlega segir meira en þúsund orð,“ segir Erna Kristín.

„Með fellingar, með linan maga. Með sixpack og lærapoka. Með flatan rass og feitar hendur. Með kúlurass og stór læri. Mjó, feit, stór, lítil. Sumarið er ekkert að spá í þessu. Sólin hættir ekkert að skína, sjórinn þornar ekkert upp og ströndin breytist ekkert í megrunartöflur þótt fellingarnar mínar, flati rassinn og lini maginn gengur út í bikiníi og það sama á við um ykkur. Allt er á sínum stað, við höfum öll rými, allir líkamar eru bikiní líkamar. Náttúran setur engan standard á útlit. Bara það er fín staðfesting að þetta er og verður allt í lagi. Hvernig sem við erum í laginu.“

Erna Kristín gaf nýverið út bókina Fullkomlega ófullkomin sem hefur það markmið að fella niður óraunhæfar staðalímyndir. Bókina er hægt að fá í Eymundsson og Lindex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.