fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Agnes varð vitni að leiðinlegu atviki í Bónus: „Þegar ég kom heim gat ég ekki hætt að hugsa um þetta“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 4. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæra móðir ég veit að lífið getur verið helvíti. Það eiga allir mis góða daga og það getur komið fyrir að það bitni því miður á börnunum okkar stundum á einhvern hátt. En það er alls ekki í lagi að kalla barnið sitt snar geðveikt, það er virkilega illa gert og niðurlægjandi, hvort sem það er á almannafæri eða ekki. Þetta er andlegt ofbeldi og á ekki að líðast hjá neinum.“

Þetta segir Agnes Sveinsdóttir um leiðinlegt atvik sem hún varð vitni að í Bónusverslun fyrir helgi. Agnes var stödd með dóttur sinni að versla í matinn og segir hún í færslu sinni á Vynir að hún sé vel vön því að börn geti verið erfið í verslunarleiðangri, sérstaklega eftir langan dag í leikskólanum.

Amilía dóttir Agnesar

„Ég vissi vel að stelpan mín myndi ekki vera í miklu stuði eftir langan dag í leikskólanum. Hvað þá að þurfa að fara svo út í mikið áreiti, en við þurftum að versla í matinn fyrir helgina. Á leiðinni í Bónus sagði ég henni að við ætluðum fyrst að fara í Hagkaup að skoða dót. Það gerum við oft saman og þó við kaupum ekki alltaf eitthvað þá finnst henni mjög gaman að skoða dótið. Ég reyni að vera sáttasemjari og að skoða dótið í tuttugu mínútur er nóg til þess að Amilía verði svo vel upplögð í það að versla í matinn. Þá er hún glöð, ég glöð og allir sáttir.“

Barnið þreytt og móðirin pirruð

Þegar komið er í Bónusverslunina verður Agnes vitni að því að önnur móðir var stödd í sömu verslun og hún með barn sitt sem leit út fyrir að vera í kringum þriggja til fjögurra ára gömul.

„Barnið var alveg greinilega mjög þreytt, leið illa og var hangandi á mömmu sinni að suða um eitthvað. Móðirin var ekki að gefa eftir sem mér finnst alveg 100% skiljanlegt. Börn eiga ekki að fá allt sem þau vilja. En það sem snerti mig var að þegar móðirin var orðin mjög pirruð á barninu sagði hún við það:

„Það er bara ekki hægt að fara með þig í búð, þú ert alveg snar geðveikt barn.“

Ég stoppaði í smá stund og hugsaði að það gæti ekki verið að ég hafi heyrt rétt. Barnið fór um leið að gráta og sagði mamman þá við vinkonu sína sem var með:

„Ég bara get þetta ekki, þetta barn er alveg snar geðveikt!“

„Hún talaði mjög hátt og skýrt og vinkona hennar var ekkert að stoppa hana,“ segir Agnes. „Ég fékk vægt sjokk við að heyra þessi orð en hélt síðan bara áfram að versla. Þegar ég kom heim gat ég ekki hætt að hugsa um þetta. Ég fór að pæla af hverju ég sagði ekki neitt. Hefði ég átt að segja eitthvað? Hefði það ekki bara orðið að rifrildi? Ég komst að þeirri niðurstöðu að já, ég hefði átt að segja eitthvað. Þetta var ekkert annað en andlegt ofbeldi í garð barnsins. Ég hefði geta sagt:

„Afsakið en það er ekki við hæfi að kalla barnið sitt snar geðveikt þó svo að það sé ekki að haga sér eins og þú vilt að það hagi sér.“

Segist Agnes sjálf ekki hafa verið á góðum stað andlega eftir erfiða viku og því hafi hún ekki verið í ástandi til þess að ræða við konuna á þeim tímapunkti. Eftir heimkomu hafi hún þó séð eftir því að hafa ekki rætt við móðurina.

„Við sem foreldrar höfum það hlutverk að móta börnin okkar og gera þau klár út í lífið. Það segir sig sjálft að þessi lýsingarorð er alls ekki uppbyggjandi fyrir neinn. Þér hlýtur að líða virkilega illa og ættir að leita þér aðstoðar fyrir bæði þig og barnið þitt, svo ykkur geti liðið betur. Ég hef eitt ráð, teldu upp á tíu áður en þú segir eitthvað heimskulegt aftur þegar þú verður pirruð. Það virkar fyrir mig og marga aðra.“

Með skrifum sínum vonast Agnes til þess að opna augu fólks gagnvart þeim orðum sem þau láta falla um börnin sín.

„Ég hef heyrt mæður kalla börnin sín frekjur og óþekk og hótað börnunum sínum að fara út í bíl ef þau haga sér ekki eins og foreldrarnir vilja að þau geri á almannafæri. En þessi orð „snar geðveikt barn“ er bara á næsta stigi og það finnst mér vera langt yfir línun,“ segir Agnes og bætir við að lokum:

„Ég vona að þetta fái einhvern til þess að segja eitthvað við foreldra sem haga sér svona. Þó það sé vinur eða vinkona þín sem þú þarft að lesa yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum