fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

16 hlutir til þess að gera með sjálfri þér

Mæður.com
Mánudaginn 4. mars 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Me time“ er eitthvað sem flestir elska en tími sem er oft ónýttur og oftast leiðist mörgum og verða einmana. Me time“ á að vera þinn tími til að slaka, skemmta þér og bara njóta. Að vera einn getur gert svo margt, hjálpað hugmyndafluginu, kennt þér að þekkja sjálfa þig betur, uppgötvað nýtt áhugamál, klárað ólokin verkefni heima og allskonar. Segir Gunnur Björnsdóttir á færslu sinni á Mæður. 

Hérna er listi af 16 hlutum sem þú getur gert til að nýta tímann þinn betur.

1. Byrjaðu að nota dagbók ef þú ert ekki nú þegar með. Getur verið hvernig dagbók sem er og það eru til nokkrar gerðir. Ég nota bullet journal sem mér finnst rosalega gaman að dunda mér í.

2. Kíktu í ræktina eða farðu í göngutúr, manni líður alltaf vel eftir hreyfingu, mér finnst ótrúlega gaman að fara ein í göngutúr.

3. Heima dekur! Ég elska heima dekur. Búðu til uppskriftir fyrir maska, hármaska, líkamsskrúbb og fl. Ótrúlega gaman.

4. Nýttu tímann í eitthvað óklárað verk heima sem er búið að vera á To-Do“ listanum lengi t.d. taka eldhússkápana í gegn.

5. Horfðu á uppáhalds bíómyndina þína og leggstu uppi í sófa með teppi og hafðu það kósí EIN.

6. Mér finnst gaman að teikna, mála og skrifa og reyni að gera eitthvað af því þegar ég er ein, ef þú ert ekki með nein sérstök áhugamál þá um að gera að prófa sig áfram þangað til þú finnur þitt áhugamál.

7. Farðu á spotify og gerðu nýjan lista af þínum uppáhalds lögum. Þetta er eitthvað sem ég næ aldrei að gera með krökkunum.

8. Prófaðu einhverja köku uppskrift og dundaðu þér að skreyta hana og borðaðu hana svo… EIN.

9. Hringdu í vin/vinkonu sem þú ert ekki búin að heyra í lengi.

10. Finndu eitthvað sem þig langar til að læra meira um og farðu á netið til að lesa um það eða finndu heimildarmyndir um það efni.

11. Taktu Camillu á þetta, settu uppáhalds lagið þitt í gang og dansaðu, go crazy!

12. Farðu í eins langa sturtu og þú nennir, ef þú ert mamma þá skilurðu mig!

13. Farðu í gegnum fataskápa og losaðu þig við það sem hefur ekki verið i notkun lengi, farðu svo á netið að versla

14. Hugsaðu um framtíðina. Ertu með 5 ára plan? Það er gaman að setja niður á blað hvað þig langar að gera eða vera búin að gera eftir 5 ár.

15. Farðu í gegnum förðunarvörurnar þínar, ég er algjör hoarder þegar það kemur að ýmsu og þessu þá sérstaklega, finn stundum eitthvað sem hefur ekki verið notað í 5 ár og orðið vel útrunnið og skemmt.

16. Farðu út og vertu „ljósmyndari“ ég ELSKA ELSKA ELSKA að fara eitthvert og taka myndir af náttúrunni, það er svo róandi.

Og þá er listinn kominn og þið getið vonandi fundið eitthvað til þess að gera ef ykkur vantar hugmyndir, auðvitað hægt að gera margt annað og þessi listi gæti orðið 100 hlutir sem þú getur gert, en þetta er eitthvað sem ég geri oftast og finnst gaman að gera. Svo bara númer 1, 2 og þrjú er að reyna að njóta og sérstaklega þið foreldrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.