fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Khloé rýfur þögnina: „Þetta var Tristan að kenna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 3. mars 2019 09:00

Khloé, Jordyn og Tristan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian fann sig knúna til að opna sig um framhjáhald fyrrverandi kærasta síns, Tristans Thompson, en hann á að hafa haldið framhjá með fyrirsætunni Jordyn Woods, bestu vinkonu systur Khloé, Kylie Jenner.

„Þetta hefur verið hræðileg vika og ég veit að allir eru komnir með leið á að heyra um þetta, eins og ég. Ég er í tilfinningarússíbana og hef sagt hluti sem ég hefði ekki átt að segja,“ tístir Khloé og heldur áfram.

„Það að Tristan hafi haldið framhjá mér og niðurlægt mig var ekki eins mikið áfall og þegar hann gerði það í fyrsta sinn, ef ég á að vera alveg hreinskilin.“

Tristan hélt framhjá Khloé í fyrsta sinn þegar hún gekk með dóttur þeirra True. Khloé segir hins vegar erfitt að lifa með því að í þetta sinn hafi hann haldið við fjölskylduvin.

„Það sem hefur verið erfiðara og sársaukafyllra er að vera særður af einhverjum sem er mér svona náinn. Einhverjum sem ég elska og sem ég kem fram við eins og litlu systur mína,“ tístir Khloé. „En það er ekki hægt að kenna Jordyn um tvístrun fjölskyldu minnar. Þetta var Tristan að kenna.“

Raunveruleikastjarnan segist vera tilbúin að horfa fram á veginn.

„Ég verð að halda áfram með lífið mitt og þakka fyrir fjölskyldu mína, heilsuna og fallegu True.“

Tístin koma í kjölfar sjónvarpsþáttarins Red Table Talk þar sem Jordyn Woods sagði sína hlið á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.