fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Justin Bieber heldur sig frá fyrrverandi fyrir eiginkonuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 3. mars 2019 16:24

Hailey, Justin og Selena.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber er hættur að umgangast fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Selenu Gomez, samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

„Justin hefur haldið sig frá Selenu til að vera trúr Hailey,“ segir heimildarmaður blaðsins og bætir við að Selena og Justin hafi ekki talast við nýverið.

Justin og Selena byrjuðu fyrst saman árið 2011 en samband þeirra var ansi stormasamt. Eftir haltu-mér-slepptu-mér samband í nokkur ár reyndi parið að láta þetta ganga í nóvember árið 2017 en hættu saman í mars árið eftir. Nokkrum vikum seinna byrjaði Justin að deita Hailey.

Justin bað síðan Hailey í júlí í fyrra, en samkvæmt heimildarmanni Us Weekly voru Justin og Selena ekki að stefna í sömu átt.

„Selena einblínir á að bæta sjálfa sig þessa dagana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.