fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

Jordyn Woods opnar sig um framhjáhaldið: „Ég er ekki hjónadjöfull“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2019 09:30

Tilfinningaþrungin stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal við fyrirsætuna Jordyn Woods í þættinum Red Table Talk í umsjón Jada Pinkett Smith fór í loftið í gær, en margir biðu spenntir eftir þættinum. Er þetta í fyrsta sinn sem Jordyn tjáir sig um meint framhjáhald hennar og Tristan Thompson, en hún var sökuð um að halda við Tristan á meðan hann var í sambandi með raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian.

Þessar fréttir skóku heimsbyggðina, enda Jordyn besta vinkona systur Khloé, Kylie Jenner. Jordyn hefur þekkt Jada og fjölskyldu hennar um árabil, en það var sonur Jada, Jaden, sem kynnti Jordyn fyrir Kylie.

„Ég hef þekkt Jordyn Woods allt hennar líf,“ byrjar Jada á að segja í þættinum. „Og ég vil bara að allir sem ætla að horfa viti og skilji að A, við erum að fjalla um viðkvæm málefni og B, við þurfum að takast á við þau með samúð.“

Fannst hún vera örugg

Jada heldur áfram og segir Jordyn að í þættinum fengi hún tækifæri til að segja sannleikann. Jordyn segir að hún hefði farið út að borða með vinum sínum þann 17. febrúar og síðan í teiti á bar.

Jordyn og Jada.

„Ég var ekki að skipta mér að neinum, dansandi, drekkandi,“ segir hún. „Tristan var þar og hann var að gera sitt. Þannig var það.“

Jordyn bætir við að hún hafi farið í partí í heimahúsi með hópi af fólki en að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að teitið væri heima hjá Tristan.

„Það var í lagi. Mér fannst það vera öruggt umhverfi,“ segir hún. „Ég vil frekar vera heima hjá honum en heima hjá einhverjum ókunnugum.“

„Ég hefði átt að fara heim“

Jordyn segir það hafa verið mistök að hugsa svoleiðis.

„Það eru fyrstu mistökin mín. Ég hugsaði ekki um hvernig mér myndi líða ef einhver nákominn mér myndi hanga heima hjá fyrrverandi kærasta mínum eða barnsföður. Ég hugsaði ekki um það. Það var fyrsti parturinn af vandamálinu. Ég hefði átt að fara heim. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ segir Jordyn, en fréttir herma að Khloé hafi hætt með Tristan þegar hún komst að framhjáhaldinu.

Jordyn segir að hún og Tristan hafi hangið saman í teitinu með fullt af fólki.

„Ég gaf honum aldrei kjöltudans, fór í sleik við hann eða sat á honum,“ segir hún. „Við vorum öll saman. Við vorum í hópi. Við yfirgáfum aldrei teitið til að fara í svefnherbergi eða baðherbergið. Það sáu okkur allir.“

„Hann kyssti mig á leiðinni út“

Jordyn var í teitinu heima hjá Tirstan til sex um morguninn að eigin sögn. Hún segir að það sé ekki óalgengt hjá sér að vera lengi úti á lífinu. Hún segir að hún hafi sagt við Tristan að hún ætlaði að fara en að hann hafi boðið henni gistingu.

„Ég sagði: Veistu, ég þarf að fara. Það bíður bíll úti,“ segir Jordyn. „En hér verður sagan eilítið flókin,“ bætir hún við og tárast. Hún segist muna eftir öllu og hafi ekki verið ofurölvi. Hún segir að Tristan hafi kysst hana þegar hún var að fara.

Khloé, Tristan og dóttir þeirra, True.

„Hann kyssti mig á leiðinni út,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki verið „nein ástríða, ekki neitt. Hann bara kyssti mig. Þetta var koss á varirnar, en þetta var ekki tungukoss. Við fórum ekki í sleik,“ segir hún. „Ekkert. En mér finnst hann ekki hafa gert neitt rangt því ég kom mér í þessa aðstöðu. Og þegar að áfengi er við hönd gerir fólk heimskulega hluti og lætur augnablikið bera sig ofurliði.“

Vildi vernda Khloé

Jordyn segist hafa gengið út strax í hálfgerðu áfalli. Hún ætlaði að láta sem þetta hefði aldrei gerst. Sagðar hafa verið fréttir af þessu máli þar sem fullyrt er að Jordyn og Tristan hafi sofið saman. Hún þvertekur fyrir það.

„Aldrei. Ég hugsaði aldrei um það. Það gerðist aldrei og mun aldrei gerast,“ segir hún. „Og þess vegna vil ég vera hér. Tengið mig við lygamæli eða hvað sem er. Ég þarf að fólk viti sannleikann, en það sem meira máli skiptir, ég þarf að fólkið sem tengist þessu viti sannleikann.“

Jordyn segist hafa sagt Jenner-Kardashian-fjölskyldunni að hún hefði verið heima hjá Tristan daginn eftir, en hún sagði þeim ekki hvað gerðist.

„Ég talaði við Kylie og Khloé um morguninn og sagði þeim að ég hafði verið þarna. Ég talaði við Khloé og hún spurði hvað var að gerast og hvort allt væri í fínu lagi. Ég reyndi að gleyma þessum hluta af sögunni og sagði bara: Já, hann var bara að tjilla. Allt var í fína lagi. Það voru stelpur þarna en hann var ekkert utan í þeim,“ segir Jordyn. „Ég sagði satt um að vera þarna en ég sagði ekki satt um hvað gerðist.“

Hún segist hafa verið að vernda Khloé með því að segja henni ekki allan sannleikann.

„Hún á þetta ekki skilið,“ segir Jordyn. „Það síðasta sem ég vil vera er þessi manneskja. Ég er ekki hjónadjöfull. Ég myndi aldrei reyna að særa einhvern, sérstaklega einhvern sem ég elska. Manneskju sem á svona fallega dóttur. Ég myndi aldrei reyna að stela manni einhvers. Ég þarf ekki á þessu að halda. Ég særði miklu fleiri með því að segja ekki sannleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.