fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Þórunn Antonía með mikilvægar hugleiðingar um meðgöngu: „Ég á erfitt með þessa eilífðar glansmynd og þrýsting frá samfélagi“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 1. mars 2019 13:30

Þórunn Antonía.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir tilkynnti það fyrir helgi að hún og kærasti hennar, leikarinn Kári Viðarsson, ættu von á barni. Fyrir á Þórunn dótturina Freyju og veltir upp mikilvægum hugleiðingum í sögu sinni á Instagram.

„Mitt stærsta hlutverk og mikilvægasta er að vera mamma. Allt annað kemur eftir. Ég tek þessu hlutverki mjög alvarlega. Þetta er erfiðasta hlutverk í heimi en það gefur líka mest,“ skrifar Þórunn og rifjar hún upp að fyrri meðgangan hafi tekið sinn toll.

„Ég átti frekar erfiða meðgöngu með Freyju. Ég var mikið lasin og ýmis áföll urðu á minni leið sem létu mig vaxa og breytast og þroskast helling. Engin meðganga er eins og ég á erfitt með þessa eilífðar glansmynd og þrýsting frá samfélagi, menningu og ytri áhrifum á meðgöngu,“ skrifar Þórunn, en eftir fæðingu Freyju birti hún langan pistil þar sem hún þakkaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir að koma sér í gegnum fæðinguna. Hún gekk ekki vel og fékk Þórunn sjaldgæfa og bráðhættulega meðgöngueitrun, HELLP. Endaði það með því að Freyja var tekin með bráðakeisara.

Heilagt ástand

Þórunn vill brýna fyrir fólki að það sé í góðu lagi að óléttar konur séu stundum ekki upp á sitt besta.

„Þetta nefnilega afskaplega krefjandi ástand og líðan móður er eftir því. Það er í lagi að vera ekki ein hamingjusprengja alla daga. Ef einhver sem les þetta hefur fengið móral yfir að líða ekki eins og bleikri blöðru fullri af leði og glimmeri, þá er það fullkomlega eðlilegt. Við erum með lítil, lifandi börn inni í okkur sem við erum að móta og halda lífinu í. Það er bara risa afrek. Og ef pabbarnir í lífi barnanna tengja ekki strax er það skiljanlegt, en gott er að hafa í huga að ólétt kona er komin með barnið. Það er mætt í hennar heim þó að það sjái það enginn annar,“ skrifar Þórunn og heldur áfram.

„Hjartað hennar slær hraðar til að koma blóði til barnsins. Hún á erfiðara með að anda því að líffæri hennar færast til að búa til pláss. Þegar móðirin er knúsuð, hrósað, elskuð og fær stuðning finnur barnið það því móðir og barn í móðurkviði er órjúfanleg heild. Heilagt ástand. Þannig að allar mæður, barnshafandi eða ekki. Þið eruð hetjurnar mínar. Þetta er alltaf jafn merkilegt ferli.“

Fyrstu þrír mánuðirnir viðbjóður

Hún stappar einnig stáli í verðandi mæður.

„Og treystið mér, flestum konum sem ég þekki finnst meðganga viðbjóður fyrstu 3 mánuðina. Það er svona eins og að vera stanslaust þunnur og svangur og þreyttur…. Alls konar hugsanir koma! Vil ég þetta? Verð ég góð mamma? Af hverju er svona vond lykt af fólki (mökum stundum)? Já, þetta bara tekur yfir allt En þetta verður betra og betra og betra! Ég tengdi ekki almennilega við Freyju fyrr en ég sá hana brosandi inni í bumbunni í 3D sónar…og var bara vá!!! Núna líður mér alls konar. Upp og niður. Finnst ég feit, ljót og leiðinleg. En…þetta er tímabundið ástand og verðlaunin eru svo ótrúleg að þetta er allt þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjóðheitar á sundfötum

Sjóðheitar á sundfötum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.