fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Lætur framleiðendur vinsælla leikfanga heyra það: Litlar stelpur klæddar eins og „hórur og í BDSM klæðnaði“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 1. mars 2019 20:00

Victoriu er ekki skemmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Bianchi, þrjátíu ára móðir frá Glasgow í Skotlandi, lætur framleiðendur leikfanganna L.O.L. Surprise! heyra það í viðtali við Daily Mail og segir að myndir sem seldar eru undir merkjum leikfanganna kyngeri börn.

Victoria segist hafa séð myndir í L.O.L-pakka dóttur sinnar af börnum sem voru klædd eins og „hórur og í BDSM klæðnaði“. Hún hafi því tekið myndirnar af dóttur sinni.

„Það er ofboðslega óviðeigandi að þessar myndir séu til og að þær séu markaðssettar fyrir lítil börn, mest megnis stúlku,“ segir Victoria þegar hún talar um myndina af barni í BDSM-klæðnaði. „Þetta á klárlega að vera Lady Gaga úr myndbandinu við Telephone. Ekki misskilja mig, ég elska Lady Gaga, en hún er varla í fötum í flestum myndböndum.“

Forsvarsmenn leikfanganna segjast ekki finna neitt að myndunum þar sem hlutverk myndanna væri að sýna að það sé í lagi að fagna sínum sérstaka persónuleika.

„Það er eitt að klæðast þessu ef þú ert fullorðin söngkona en þetta er ekki klæðnaður fyrir lítil börn. Ef á að hafa börn á þessum myndum þá ættu þau allavega að vera klædd eins og börn. Ef á að hafa þau í bleyju þá á ekki að klæða þau einnig í kynferðislegan BDSM klæðnað. Ég hef séð ýmislegt markaðssett fyrir litlar stúlkur síðan ég varð foreldri en þetta hlýtur að vera það ruglaðasta sem ég hef séð,“ segir Victoria.

L.O.L. Surprise!-dúkur, -leikföng og -fylgihlutir eru mjög vinsælir meðal ungra stúlkna. Victoria segist hafa haldið að myndirnar væru svipaðar og dúkkurnar og klæddar í barnaföt.

„Þær líta út eins og ungbörn en eru klædd í netasokkabuxur og leður, eða sem vændiskonur úr frægum bókum. Ég skil þetta ekki,“ segir Victoria. „Börnin eru með stór augnhár, það er eins og þær séu með farða og þetta er ofurbleikt og ýkt kynjahlutverk.“

L.O.L-dúkkurnar eru mjög vinsælar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.