fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Modern Family-stjarna harðlega gagnrýnd: „Þú leggur til að konur annað hvort fari í megrun eða feli sig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 14:30

Sarah svarar fyrir sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Modern Family-stjarnan Sarah Hyland mætti í eftirpartí Óskarsins aðfaranótt mánudags og deildi mynd af sér frá rauða dreglinum á Instagram.

„Ég er í tveimur lögum af aðhaldsfötum. Af hverju að fara í megun þegar maður getur bara falið það,“ skrifar hún við myndina þar sem hún sést spóka sig í síðkjól frá Zac Posen.

Fylgjendur stjörnunnar hafa gagnrýnt orð hennar harðlega í athugasemdakerfinu.

„Sem mjó manneskja sem hefur áhrif veldur þessi myndatexti vandamálum,“ skrifar einn fylgjandi. „Þú leggur til að konur annað hvort fari í megrun eða feli sig. Hvað með að þær geri hvorugt.“

Öðrum fylgjanda finnst þetta afar skrýtinn myndatexti.

„Þetta er það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Það er ekki arða á fitu utan á henni. Hún er svo pirrandi.“

Tístarar hafa einnig látið í sér heyra og vísar einn í sjaldgæfan nýrnasjúkdóm sem Sarah þjáist af með þeim afleiðingum að hún hefur tvisvar gengist undir nýrnaskipti. Tístinu hefur nú verið eytt.

„Ef þú ert að reyna að fela bumbuna eftir nýrnaskiptin, gleymdu því. Ég hef verið að reyna það í áraraðir!!“ skrifaði tístarinn. Sarah ákvað að svara þessu.

„Þegar þú ert búin að fara í tvö nýrnaskipti og vera á sterum allt þitt líf skaltu tala við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.