fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Khloé Kardashian tjáir sig í fyrsta sinn um framhjáhaldið og sambandsslitin

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 08:44

Mynd: Marion Curtis/REX/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khloé Kardashian hefur nú opinberlega tjáð sig í fyrsta sinn um sambandsslit hennar við Tristan Thompson.

Ástæðan fyrir sambandsslitunum er meint framhjáhald hans með Jordyn Woods. Jordyn er mjög náinn fjölskylduvinur Kardashian-Jenner fjölskyldunnar og besta vinkona Kylie Jenner. Hún bjó með Kylie Jenner, en síðan atvikið kom upp í síðustu viku hefur hún flutt út.

Jordyn Woods og Kylie Jenner.

Khloé og Tristan eiga saman dóttur, True Thompson, sem er tíu mánaða gömul.

Sjá einnig: Kylie Jenner niðurbrotin vegna framhjáhalds Tristan: Hélt fram hjá með fjölskylduvin

Khloé þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðningin á þessum erfiða tíma.

„Hæ elskurnar, ég vildi að þið vitið að ég er þakklát fyrir ykkur. Ég hef verið að lesa fallegu skilaboðin sem þið hafið sent mér og þau eru blessun fyrir mér. Takk fyrir, takk fyrir! Ég mun koma til baka þegar ég er í skapi til að spjalla við ykkur öll. Þangað til munið að vera góð við hvort annað.“

Samkvæmt heimildum People hefur Khloé „það ágætt“ og „fjölskylda hennar er til staðar fyrir hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.