fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Ariana Grande er drottning samfélagsmiðla: Vinsælasta konan á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ariana Grande er formlega orðin vinsælasta konan á Instagram. Ariana hefur nú steypt Selenu Gomez af stóli sem drottning Instagram. En það er þó nokkuð tæpt á fylgjendatölum hjá þeim báðum.

Samkvæmt Billboard er Ariana með 146.286.173 fylgjendur en Selena er með 146.267.801 fylgjendur.

Þrátt fyrir að vera báðar með rúmlega 146 milljón fylgjendur eru þær ekki vinsælastar á Instagram en fótboltakappinn Christiano Ronaldo er með 155 milljón fylgjendur á Instagram.

Billboard greinir frá að um 13 milljón manns bættust við fylgjendahóp Ariönu síðastliðna fjóra mánuði. Ástæðan sé líklegast sú að hún er að fara að gefa út aðra plötu á einungis sex mánuðum. Kannski á Ariana eftir að ná Christiano Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.