fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Skildi við manninn sinn: Byggði hús alein fyrir sig og börnin – „Ég var óhamingjusöm“ – Sjáðu myndirnar

Fókus
Laugardaginn 23. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar að Kelley Lewis skildi við eiginmann sinn stóð hún uppi alein með þrjú börn og frekar ótrygga framtíð. Þessi 29 ára gamla kona lét þó ekki deigan síga og gerði það besta úr þeim erfiðleikum sem hún stóð frammi fyrir. Hún keypti sér smá jarðarskika í Ohio í Bandaríkjunum og reisti sér og börnunum lítið og gott hús og sá sjálf alfarið um framkvæmdina. Kelley segir:

„Lífið mitt hafði tekið aðra stefnu en ég hafði alltaf séð fyrir mér, þá á ég við atvinulega séð, ég var óhamingjusöm, sambandið var ekki gott og ég varð þunglynd í kjölfarið og varð að leita mér hjálpar. Þarna var ég aðeins 29 ára, með þrjú lítil börn. Og ég varð að taka ákvörðun. Ég byrjaði á því að kaupa mér landskika. Ég varð að finna tilgang með lífinu á ný.“

Það tók Kelley tvö ár að smíða húsið en nú er það tilbúið og útkoman er frábær. Hönnunin var vandasöm og krefjandi. Hún nýtti síðan Youtube og myndskeið þaðan til að afla sér þekkingar við smíðina. Húsið er aðeins 18 fermetrar og er úr timbri. Kellý fékk aðstoð við að koma upp grindinni en sá síðan um að ljúka við húsið sjálf með aðstoð barna sinna.

Hvaða þýðingu hafði það fyrir þig að byggja húsið ásamt börnunum þínum?

„Krakkar læra snemma að fara í ákveðin hlutverk og yfirleitt er það faðirinn eða karlmaður sem kennir börnum að smíða en núna eru þau að læra þetta frá mömmu sinni og fá um leið að kynnast náttúrunni sem ég tel hafa mikla þýðingu.“

Staðsetningin er frábær, við vatn. Kelley segir að hún trúi því að margir, sérstaklega í nútímasamfélögum, óski sér alltaf meira og meira, að eignast eitthvað stærra og betra en það sé bara bjarnargreiði því þá gleymi fólk hvernig á að meta litlu hlutina í lífinu. Kelley segir:

„Þetta byrjaði sem upphaf að einhverju nýju en hefur orðið miklu meira með tímanum. Þetta hefur styrkt mig og einnig gert börnin mín að heilsteyptari karakterum.“

Hún bauð myndatökumönnum í heimsókn í húsið og má sjá upptöku af heimsókninni fyrir neðan myndirnar hér fyrir neðan. Þá heldur Kelley úti heimasíðu um húsið og líf sitt en hún hefur notið mikilla vinsælda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.