fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

Þetta er klippingin sem hún bað um, en ekki klippingin sem hún fékk

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucy Burrows ákvað að breyta til og pantaði sér tíma í klippingu. Hún ákvað, líkt og sniðugt er, að taka með sér mynd sem sýndi nákvæmlega hvernig hún vildi hárið klippt. Svona til að koma í veg fyrir misskilning.

Myndin sýndi nútímalegan og töff hárstíl þar sem hárið er rakað stutt í hnakkann með flottu mynstri.

Öðruvísi fór þó en áætlað var.

Klippingin sem hún fékk var engan veginn í samræmi við myndina og varð Lucy, vægast sagt, afar ósátt.

Hún segir að klippistofan hafi neitað, til að byrja með, að bæta henni upp klippinguna, en hún gafst þó ekki upp og að lokum fékk hún endurgreitt og 10 pund að auki, sem afsökunarbeiðni.

„Þau rústuðu hárinu á mér og sjálfstraustinu. Ég gat ekki einu sinni farið í vinnuna,“ segir Lucy í viðtali við Metro.

Góðu tíðindin eru þó að raksturinn var í hnakkanum svo Lucy getur greitt yfir mistökin. Klippingin var í ágúst en Lucy segir að fyrst núna sé klippingin farin að vaxa úr.

„Ég get ekki sett  hárið á mér upp og það er bara svo ljótt og subbulegt. Eftir mikið rifrildi viðurkenndi klipparinn loksins að hann hefði gert mér þetta og endurgreiddi mér. En ég er enn hálfsköllótt, sem er ekki skemmtilegt.“

Væntingar
Raunveruleiki

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.