fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Varð háð Snapchat-filterum: „Ég hataði spegilmyndina mína“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung stúlka, Maisie Hazelwood, hefur stigið fram og greint frá því  hvernig samfélagsmiðlafíkn hennar rændi hana öllu sjálfstrausti. Hún varð háð því að taka af sér sjálfur með smáforritinu Snapchat.

„Ég náði í þetta smáforrit sérstaklega til að nota filterinn. Það gerði mér kleift að taka sjálfur af mér ómálaðri þannig að ég væri samt sæt.“

Hvort sem það var farði, bólur eða annað þá gat Snapchat-filterinn gert allt lýtalaust og fallegt.

„Ég varð heltekin af því hvernig ég leit út með filterum og missti samhliða öll tengsl við mitt raunverulega útlit.“

Maisie þurfti ávallt að nota filtera.

Hætt að komast fram úr rúminu

Maisie varð heltekin af sjálfunum. Hún hætti að farða sig, því filterinn gerði farðann óþarfi, hún hætti að fara út úr húsi, því þar gæti einhver séð hana ófilteraða og ástandið varð það slæmt að hún hætti að þola sína eigin spegilmynd.

„Í sannleikanum sagt þá var ég hætt að komast fram úr rúminu suma dagana, ég var svo hrædd við að  horfast í augu við sjálfa mig án filters. Þetta er nokkuð sem ég hafði aldrei búist við að smáforrit gæti valdið.“

Það var þó ekki fyrr en fjölskyldumeðlimur bað Maisie um nýlega andlitsmynd að hún gerði sér grein fyrir að  hún væri haldin filter-fíkn.

„Á þeim tímapunkti hafði ég ekki tekið mynd án filters í næstum heilt ár, svo það opnaði augu mín fyrir þeirri staðreynd að ég þyrfti að horfast í augu við fíknina.“

Hún ætlar að sigrast á fíkninni.

Gat ekki horft á sjálfa sig í spegli

Þá eyddi Maisie Snapchat úr símanum sínum og í dag gætir hún þess að taka bara ófilteraðar sjálfur.

„Sjálfstraustið mitt var bundið við fallegu filteruðu myndirnar – en ég hafði ekkert sjálfstraust í raunveruleikanum, ég gat ekki einu sinni horft á sjálfa mig í spegli“

„Núna þegar ég tek sjálfur þá gæti ég þess að nota venjulega myndavél, án filters og jafnvel þó ég þurfi að taka 200 myndir til að finan eina fullkomna, þá tekst það samt allt að lokum.

Hún vonast til að með því að stíga fram og segja sögu sína, að hún geti verið öðrum víti til varnaðar.

„Ég vil að fólk gæti þess að týna ekki sinni eigin fegurð í heimi filtera.“

Með kærasta sínum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.