fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019
Bleikt

Flutt út í skugga framhjáhalds: „Khloé er gjörsamlega niðurbrotin“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Jordyn Woods er flutt út af heimili bestu vinkonu sinnar, áhrifavaldsins Kylie Jenner, eftir að upp komst að Tristan Thompson, kærasti Khloé Kardashian, systur Kylie, hefði haldið framhjá sinni heittelskuðu með Jordyn. Jordyn hefur búið á heimili Kylie um nokkurt skeið og sagðist Kylie í viðtali við Vogue í júní í fyrra prófa allar snyrtivörur sínar á Jordyn.

Ekki er víst að Jordyn og Kylie verði vinkonur mikið lengur eftir að sást til þeirrar fyrrnefndu kyssa Tristan. Heimildarmaður tímaritsins Us Weekly segir að Jordyn og Tristan hafi verið ansi innileg í teiti á heimili hans í Los Angeles um miðjan febrúar.

„Á þessum tímapunkti er Kardashian-fjölskyldan ekki 100 prósent viss um hvort Jordyn hverfur algjörlega úr lífi Kylie,“ segir annar heimildarmaður Us Weekly. „Það verður erfitt fyrir Kylie að missa Jordyn því hún er besta vinkona hennar. Kylie á ekki mikið af vinum og getur það í raun ekki vegna lífsstílsins en hún hefur sogast að Jordyn.“

Þá kemur einnig fram í grein Us Weekly að Khloé sé miður sín vegna fréttanna.

Tristan og Khloé.

„Khloé er gjörsamlega niðurbrotin. Þetta er svo ólíkt Jordyn og enginn bjóst við þessu. Khloé elskaði Jordyn áður en þetta gerðist. Þetta er mikið áfall fyrir fjölskyldu Khloé,“ segir heimildarmaður blaðsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tristan heldur framhjá Khloé en í apríl í fyrra var hann gómaður við að halda við fjölda kvenna rétt áður en Khloé fæddi þeirra fyrsta barn, dótturina True.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.