fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019
Bleikt

Ingibjörg Eyfjörð er með mikilvæg skilaboð: „Ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 12:00

Ingibjörg Eyfjörð..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Eyfjörð er tveggja barna móðir og íslenskur bloggari á Öskubuska.is. Ingibjörg segir að allt er ekki sem sýnist á samfélagsmiðlum. Hún deilir tveimur myndum af sér á Instagram-síðu Öskubusku. Ingibjörg er búin að eiga við fyrri myndina og breyta líkama sínum. Ingibjörg gerir þetta í þeim tilgangi að breiða út mikilvægum skilaboðum um sjálfsást.

„Út um allt á Instagram eru myndir af hinum fullkomna líkama. Stór rass, stór brjóst, flatur magi, mjótt mitti, fullkomin húð. Ég horfi á þessar myndir og dæmi líkamann minn. Ég dæmi líkamann minn fyrir það hvað brjóstin eru lítil, lafandi og slitin. Ég dæmi magann minn fyrir að vera ekki nógu flatur, að þegar ég sest rúllast hann eins og gardína og þegar ég stend aftur upp er hann þakinn rauðum línum þar sem húðin leggst saman,“

segir Ingibjörg. Hún segir að líkami sinn hefur borið hana í að verða 28 ár þó hún hafi svelt, brennt og skorið hann og fyllt hann af lyfjum sem áttu ekkert erindi þangað.

View this post on Instagram

🔥SWIPE TIL AÐ SJÁ HVERNIG ÉG LÍT Í ALVÖRUNNI ÚT🔥 Útum allt á instagram eru myndir af hinum fullkomna líkama. Stór rass, stór brjóst, flatur magi, mjótt mitti, fullkomin húð. Ég horfi á þessar myndir og dæmi líkamann minn. Ég dæmi líkamann minn fyrir það hvað brjóstin eru lítil, lafandi og slitin. Ég dæmi magann minn fyrir að vera ekki nógu flatur, að þegar ég sest rúllast hann eins og gardína og þegar ég stend aftur upp er hann þakinn rauðum línum þar sem húðin leggst saman. Ég er með slitför á lærunum eftir að hafa farið að borða hollt og rétt og hreyfa mig og líkamann minn stækkaði í takt við það. . Húðin í andlitinu mínu er með roða, bauga, bólur og allskonar galla. Ég er með litlar varir og kúlu á nefinu eftir að hafa hlaupið á snúrustöng. Þessar varir kyssa börnin mín og manninn minn og þetta nef, jah það er þarna sama hvort það sé kúla á því eða ekki. . Þessi líkami hefur borið mig í að verða 28 ár sama hvernig ég hef komið fram við hann, ég hef svelt hann og brennt, skorið hann og fyllt hann af lyfjum sem áttu ekkert erindi þangað. Ég hef árum saman óskað þess að hann væri öðruvísi. Þessi líkami nærði börnin mín tvö í 22 mánuði og gerði þeim kleift að vaxa og dafna meðan ég gekk með þau. Þessi líkami á skilið að ég fari vel með hann og hugsi um hann jafn vel og hann hefur reynst mér. Þessi líkami á ekki skilið að ég breyti honum í hinum ýmsu öppum til að virðast grenni, brúnni og tónaðri. Þessi líkami á skilið að ég elski hann fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. . Við skulum muna að líkaminn okkar er sá eini sem við eigum með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgja. Við skulum muna að ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum og við eigum ekki að bera okkur saman við aðra. Það eru allir mismunandi, það er það sem gerir okku einstök. Allir líkamar eiga rétt á sér.

A post shared by Öskubuska.is (@oskubuska.is) on

„Ég hef árum saman óskað þess að hann væri öðruvísi,“ segir Ingibjörg og bætir við:

„Þessi líkami nærði börnin mín tvö í 22 mánuði og gerði þeim kleift að vaxa og dafna meðan ég gekk með þau. […] Þessi líkami á skilið að ég elski hann fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig.“

Að lokum segir Ingibjörg:

„Við skulum muna að líkaminn okkar er sá eini sem við eigum með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgja. Við skulum muna að ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum og við eigum ekki að bera okkur saman við aðra. Það eru allir mismunandi, það er það sem gerir okkur einstök. Allir líkamar eiga rétt á sér.“

Lestu alla færslu Ingibjargar í heild sinni á Instagram eða hér fyrir ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.