fbpx
Laugardagur 18.maí 2024

Viktor fór í fyrstu fegrunaraðgerðina 18 ára – Dæmdur af samfélaginu: „Neikvæða gagnrýnin er mest frá öðrum hommum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 08:30

Viktor hefur fengið að finna fyrir fordómum á eigin skinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var í menntaskóla þá lét ég fylla í varirnar mínar í fyrsta skiptið og er búinn að vera að gera það síðan,“ segir Viktor Andersen, samskipta- og markaðsstjóri listahátíðarinnar LungA, í innslagi í Íslandi í dag á Stöð 2.

Viktor er 29 ára gamall en fór í sína fyrstu fegrunaraðgerð þegar hann var átján ára gamall. Síðan þá hefur hann gengist undir fjölmargar aðgerðir og er hvergi nærri hættur.

https://www.instagram.com/p/BtBk3ZAg99P/

„Ég er búinn að fylla í kinnarnar, setja í hökuna, búinn að fara í nefaðgerð. Ég læt setja botox í ennið og undir augun. Sumt fer ég í á þriggja mánaða fresti, eins og varirnar til dæmis,“ segir Viktor. Hann segist alltaf hafa haft áhuga á fegrunaraðgerðum og að þetta sé það sem hann geri til að líða betur, á meðan sumir fara í klippingu eða kaupa sér nýjan bíl.

„Fólk gerir það sem það vill og skítt með alla aðra.“

Mikið tabú í samfélaginu

Viktor hefur hins vegar mætt fordómum í samfélaginu vegna aðgerðanna.

„Fegrunaraðgerðir eru enn mikið tabú í samfélaginu, sérstaklega hjá eldri kynslóðum. Ég fæ athugasemdir oftast frá þeim um af hverju ég sé að þessu. Þú þarft ekkert að vera að gera þetta. Hversu feik ég er. Þú leist miklu betur út áður en þú byrjaðir að láta að krukka í andlitinu á þér. Þessi neikvæða gagnrýni er mest frá öðrum hommum,“ segir Viktor. „Ég vissi alltaf að ég myndi mæta gagnrýni frá því að ég byrjaði á þessu fyrst. Ég er með þykkan skráp. Ég er ekki viðkvæmur fyrir þessu. Ég er alltaf opinn fyrir að ræða þessi málefni, fegrunaraðgerðir.“

https://www.instagram.com/p/Br5D267gsiJ/

Hann ítrekar samt sem áður að þetta sé hans ákvörðun.

„Þetta verður náttúrulega þreytt. Fólk verður bara að virða að þetta er eitthvað sem ég vil gera. Ég er ekkert reiður eða pirraður yfir þessum athugasemdum. Ég bjóst alveg við þeim.“

Viktor segir að faðir hans sé ekkert alltof sáttur við þessa iðju sonarins.

„Honum pabba finnst þetta algjört bull. Hann örugglega segir mér það í hvert sinn sem ég heyri í honum. En allt í góðu. Það er allavega ekki í illu,“ segir Viktor.

https://www.instagram.com/p/BrXnsHngsUX/

Varirnar skakkar

Aðspurður hvort hann sjái eftir einhverju stendur ekki á svörunum.

„Guð, já. Fyrir svona fimm árum síðan þá setti ég tvær sprautur af „permanent“ fyllingarefni í varirnar. Þær komu ekkert rosalega vel út. Það er ekki nógu mikil fylling í þessum efnum eins og þessum sem endast til dæmis bara í sex mánuði. Þær voru svolítið skakkar. Ég myndi aldrei mæla með að fá sér „permanent“ fyllingarefni,“ segir hann og bætir við að hann sé búinn að skipuleggja nokkrar aðgerðir í framtíðinni, svo sem augnpokaaðgerð og láta fjarlægja húð af hálsi.

https://www.instagram.com/p/BrDQV-tAGYI/

„Svo væri nú gaman að prófa „brazilian butt lift“ einhvern tímann.“

Viðtalið í heild sinni má horfa á hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Maður á sjötugsaldri ákærður fyrir að pissa á tjaldsvæði nálægt Dalvík

Maður á sjötugsaldri ákærður fyrir að pissa á tjaldsvæði nálægt Dalvík
433
Fyrir 13 klukkutímum

Southampton mætir Leeds í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni

Southampton mætir Leeds í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.