fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bjóst aldrei við því að þurfa að setjast niður með barninu mínu og útskýra af hverju einhver myndi segja þetta við hann. En jú jú, þessi dagur kom og fleiri með.“

Valkyrja Sandra á eldri son sinn úr fyrra sambandi sem flosnaði upp úr þegar strákurinn var rúmlega árs gamall. Í nýjasta pistli sínum á síðunni Mæður fer Valkyrja í þá umræðu að fólk skuli banna syni hennar að kalla núverandi eiginmann hennar pabba.

„Eldfim umræða? Heldur betur. Við hættum saman þegar strákurinn var rúmlega árs gamall svo hann man ekki eftir okkur saman. Hann veit fullvel að þessi maður er pabbi sinn og það þarf ekkert að útskýra það eitthvað frekar. Hann fer suður reglulega til hans og föðurfjölskyldunnar og samskiptin eru góð okkar á milli. Oftast.“

Gifting Valkyrju og Hannesar

Valkyrja kynntist Hannesi, núverandi manni sínum í mars árið 2016. Giftu þau sig rúmlega einu og hálfu ári síðar og eignuðust son tæpum mánuði eftir brúðkaup.

„Hann labbaði inn í sambandið okkar með opin huga. Hann vissi að ég ætti yndislegan fimm ára dreng og hann tók honum sem sínum frá fyrsta augnabliki. Það varð einhver tenging strax, bara eins og þetta hefði alltaf átt að gerast.“

Þegar Valkyrja og Hannes voru búin að vera saman í tvær vikur bar sonur hennar upp þá spurningu við matarborðið hvort hann mætti kalla hann pabba.

„Er það mitt að ákveða? Nei, það er val barnsins, alltaf. Ef maður leyfir sér að spá aðeins í þessu þá horfa börn oftast á það þannig að ef það eru tveir foreldrar á sama heimili þá eru það þessir tveir foreldrar. Mamma og pabbi. Mamma og mamma. Pabbi og pabbi. Fjölskyldumynstur eru allskonar. Séu tveir foreldrar vilja börnin tengja þá saman og það er bara þannig. Barn fer ekki að kalla einhvern sem því líkar ekki við mömmu eða pabba að sjálfsdáðum er það? Nei. Barnið gerir þetta vegna þess að það finnur fyrir öryggi. Hversu fallegt er það?“

Síðan þetta atvik við matarboðið átti sér stað, hefur sonur Valkyrju ávallt ávarpað Hannes sem föður sinn.

„Það virðist vera einhver þörf hjá fólki að leiðrétta sífellt, það gerir mig brjálaða. Barnið veit alveg hver er pabbi og hver er mamma. Síðast í morgun var strákurinn að tala í símann og segir: „Ég fékk kíkir í afmælisgjöf frá mömmu og pabba.“ Hann er ótrúlega hamingjusamur en heyrist þá í símanum: „Jaaaaaaá, mömmu og Hannesi.“ Í alvöru? Hættu þessu strax.“

Segir Valkyrja að þetta sé ekki einsdæmi og að hún sé búin að fá sig fullsadda.

„Þetta er allskonar fólk. Pabbi hans, frænkur, frændur, vinir og bara allskonar fólk sem virðist þurfa að skipta sér af þessu. Óþolandi. Hannes fæðir hann og klæðir, elskar hann ekkert öðruvísi en strákinn sem við eigum saman. Ef eitthvað er þá er hann tengdari þessum eldri. Hvað ert þú að leiðrétta barn sem tók þessa ákvörðun 100% sjálft? Hefur þú spáð í höfnuninni sem barnið gæti upplifað af þinni hálfu? Heldur þú í alvöru að barnið viti ekki hver foreldri þess er?“

Þá segir Valkyrja einnig að blóðbönd skipti ekki máli þegar kemur að því hver hugsar um barn.

„Fólk sem að tekur börnunum sem þau eiga ekki með holdi og blóði sem sínum eigin eru hetjur. Ég ber svo ótrúlega mikla virðingu fyrir þessu. Hver ert þú að skipta þér af því? Hver ert þú að vanvirða foreldrið sem er að gera sitt allra besta og meira en það? Orð særa, ekki gleyma því. Blóð skiptir engu. Leyfum börnunum okkar að vera það sem þau eru, börn. Í enda dags er það hagur barnanna okkar sem skiptir máli og ekkert annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.