fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019
Bleikt

Teiknaði sjálfsvígsmynd í skólanum: „Var kennt að fremja sjálfsvíg í gegnum Kids Youtube“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er sérstaklega erfitt fyrir mig að deila þessu með ykkur. Ég hef hugsað lengi um það hvort ég eigi að gera það. Ég tók ákvörðun um að þetta málefni er of mikilvægt til þess að sleppa því að deila því með öðrum foreldrum og vil ég því vara ykkur við.“

Á þessum orðum hefur Meridy Leeper færslu sína á Facebook þar sem hún deilir erfiðri reynslu sem hún gekk í gegnum með sjö ára gamalli dóttur sinni.

„Ég vil ekki að þið gagnrýnið þetta. Ég vil bara að allir foreldrar viti hvað það er sem þeir eiga að fylgjast með. Kids Youtube, Roblox, Fortnight… Það skiptir engu máli hvað þú heldur að þú sért að fylgjast vel með því hvað barnið þitt er að horfa á, það eru alltaf skilaboð sem komast í gegn til þeirra. Sjö ára gamalli dóttur minni var kennt að fremja sjálfsvíg í gegnum Kids Youtube og þessa tvo leiki.“

Segir Meridy að dóttir hennar hafi greint foreldrum sínum frá því að henni finnist hún ekki vera vanrækt og hún finnur fyrir því að foreldrar hennar elski hana.

„En það sem hún upplifði var það að aðrir krakkar sem voru að spila leikina á móti henni voru að segja henni að fara og drepa sig. Hún lærði svo hvernig hún átti að gera það í gegnum Kids Youtube. Á sunnudags kvöldið fékk hún svo ofsakvíða kast. Ég hélt á henni og söng fyrir hana á meðan hún komst í gegnum það. Á mánudeginum teiknaði hún svo þessa mynd í skólanum.“

Myndin sem sjö ára gömul dóttir hennar teiknaði í skólanum

Viðurkennir Meridy að hún hafði aldrei búist við því að þurfa að hjálpa sjö ára gömlu barni í gegnum kvíðakast og biðlar hún til foreldra að halda börnunum hennar frá þessum leikjum og vídjórásum.

„Þetta er í alvörunni mjög hættulegt. Ég er bara svo ánægð að dóttir mín gat greint frá tilfinningum sínum áður en að hún ákvað að skaða sjálfa sig. Ég bjóst aldrei við því að eitthvað jafn „saklaust“ og Kids Youtube gæti komið þessum skilaboðum til barna. Ég er bara að deila þessari reynslu okkar í þeirri von um að vara aðra foreldra við svo að önnur börn lendi ekki í því sama og dóttir mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.