fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur fyrir að gefa syni mínum brjóst“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 16:30

Yakaly tekur ásakanirnar nærri sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yakaly Di Roma, 31 árs gömul kona frá Wales sem vinnur sem ljósmyndari, hefur verið kölluð barnaníðingur fyrir að birta myndir af sér gefa barni sínu brjóst. Þá hafa netþursar einnig sakað hana um að framleiða barnaklám.

Falleg stund.

Yakaly hefur orðið fyrir svo miklu áreiti að hún ákvað að hætta að gefa syni sínum Hans, fjögurra ára, brjóst á almannafæri, en gefur nýfæddum dreng sínum, River enn brjóst samkvæmt frétt Metro.

Yakaly ætlar samt ekki að hætta að birta myndir af sér að gefa börnum sínum brjóst, þrátt fyrir fyrrnefndar ásakanir, sem hún tekur nærri sér stundum. Hún vonar að myndirnar sýni að brjóstagjöf sé sjálfsagður hlutur.

Tveir hlutir í einu.

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur fyrir að gefa syni mínum brjóst. Þá hefur mér einnig verið sagt að ég framleiði barnaklám því það að gefa barni sem er jafngamalt og sonur minn brjóst sé „ógeðslegt“ og „truflandi“,“ segir Yakaly. „Flestir eru almennilegir en sumum finnst þetta óþægilegt og það verða alltaf einhverjir sem segja illkvittna hluti. Sem betur fer er flest fólk gott við okkur og sér brjóstagjöf sem náttúrulegan hlut, sem hún er,“ bætir hún við.

Ljósmyndarinn segir brjóstagjöf vissulega hafa tekið sinn toll en að fórnin sé vel þess virði, þar sem þetta séu einstakar stundir á milli móður og barns.

Dýrmætar stundir.

„Fyrir mér er brjóstagjöf mjög sérstök. Hún hefur myndað órjúfanleg tengsl sem ég deili með börnunum mínum. Hans er einhverfur og þetta er það eina sem huggar hann og fyllir hann öryggistilfinningu,“ segir hún. „Þetta er það náttúrulegasta í heiminum og ætti að vera eðlilegt. Það ætti jafnvel að fagna brjóstagjöf,“ bætir hún við.

Yakaly er dugleg að birta myndir af sér að gefa brjóst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.