fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 21:58

Ýmislegt í kortunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 18. febrúar – 24. febrúar

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Það er allt að gerast í vinnunni, reyndar aðeins of mikið og þess vegna þarftu að undirbúa þig vel fyrir hvern dag til að komast yfir pappírsflóðið í huganum. Þetta er klárlega streituvaldandi og þú finnur fyrir því að þráðurinn er styttri er vanalega. Því gefast mörg tækifæri í vikunni til rifrilda. En í guðanna bænum, slepptu öllum rifrildum – settu orkuna frekar í annað.

Það er tekið eftir því að þú leggur afskaplega hart að þér. Þér finnst stundum eins og sé litið framhjá þér en svo er ekki. Vertu viss, spennandi atvinnutilboð kemur óvænt til þín, en ekki stökkva strax á vagninn. Skoðaðu það vel og vandlega áður en þú tekur ákvörðun.

Mikið vinnuálag getur haft slæm áhrif á heimilislífið en þú, kæri hrútur, ert ótrúlega góður í því að finna jafnvægi á milli heimilislífs og vinnu. Þú ert snillingur að taka frá tíma fyrir þá sem þú elskar og það verður engin breyting þar á í þessari viku. Spennandi teiti eða veisla bíður í lok vikunnar. Farðu, skemmtu þér og reyndu að hætta að hugsa um öll vinnutengdu verkefnin. Þau bíða bara.

Lukkudagur: Fimmtudagur.
Happatölur: 7, 14, 22

Naut

20. apríl – 20. maí

Fjölskyldulífið mun blómstra þessa vikuna, enda ert þú kæra naut búin að taka vel til í þínum málum. Þú hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika upp á síðkastið en þú virðist vera að leysast úr öllu. En ekki á undraverðan hátt, því þetta er ávöxtur af þinni góðu sjálfsvinnu.

Þú ert samt ekki komin á leiðarenda. Það eru nokkrir hnútar sem þú átt eftir að binda og því fyrr sem þú gerir það, því betra.

Einhverjar breytingar eru í vændum í vinnunni eða skóla og þú ættir að taka þeim fagnandi. Segðu já, og láttu leiða þig í ævintýri. Þú átt ekki eftir að tapa á því.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 1, 6, 34

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Það er stundum sagt að innan tvíburans bærist tveir mismunandi persónuleikar, og það á svo sannarlega við í þessari viku. Annar helmingurinn af þér er búinn að kvíða svo mikið fyrir einhverjum viðburði eða verkefni, en sá kvíði reynist ekki á rökum reistum. Þegar kemur til kastanna var þetta ekkert til að kvíða fyrir og þú leysir þetta með bros á vör, eins og þín er von og vísa.

Hins vegar, kæri tvíburi, verður þú að hugsa betur um þig sjálfan. Prófaðu að hreyfa þig meira, jafnvel úti við þegar að veður leyfir. Fylltu lungun af hreinu lofti og fáðu smá ró í hugann. Kannski er hugleiðsla fyrir þig, eða jaðarsport sem kemur adrenalíninu í gang. Mergur málsins er, heilsu þinni hrakar ef þú tekur ekki í taumana. Og þá erum við ekki aðeins að tala um ummálið sem margir hugsa svo mikið um, heldur frekar andlegu hliðina sem þú gleymir stundum að rækta.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 25, 40

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Þú ert svolítið óákveðin í vikunni og veist ekki alveg í hvorn fótinn þú átt að stíga. Þá getur góður vinir reynst vel. Ekki byrgja allar áhyggjur inni heldur hringdu í vin, eða fjölskyldumeðlim, sem þú treystir og fáðu hjálp við að taka mikilvægar ákvarðanir. Þeir sem þú elskar vita hvað þeir eiga að gera.

Þú ert búin að vera að vinna að stóru verkefni, sem stundum virðist vera alltof stórt. En það er það ekki. Ekki fallast hendur. Haltu áfram því lausnin er í sjónmáli.

Einhleypir krabbar verða einstaklega heppnir í þessari viku því ást og rómantík ber að dyrum. Kannski er þetta ekki draumamakinn, en kannski er þetta kærkomin tilbreyting frá hversdeginum.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 2, 10, 61

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Réttlætiskenndin þín er svo sterk elsku ljónið mitt, en skapið hleypur einnig oft með þig í gönur – enda ertu konungur frumskógarins. Síðasta vika var þér sérstaklega erfið og átti mikilvægur ástvinur þinn afar erfitt, sem hafði áhrif á þig. Djúpstæð áhrif.

En allir stormar lægja fyrr en síðar og taktu á móti þessari viku með jákvæðni og bjartsýni. Hugsanlega verður þú að grafa djúpt eftir sólinni í hjartanu en það verður þess virði. Þessir erfiðleikar hafa gert þig sterkari og þvingað þig til að áveða hvernig lífi þú vilt lifa. Nú er bara að taka ákvörðun – þarftu að breyta til eða viltu halda ástandinu eins og það er?

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 3, 8, 38

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Fjárhagsáhyggjur eru búnar að vera að sliga þig upp á síðkastið, sem er auðvitað mannskemmandi. En núna birtir til. Virkilega birtir til. Þú færð hjálp úr óvæntri átt sem á eftir að breyta lífinu mikið.

Svo kemur tækifæri til meyjunnar sem hún stekkur á, sem er afar ólíkt henni. Þó meyjan geti átt það til að ofhugsa hlutina aðeins um of þá á hún sínar stundir þar sem hvatvísin nær yfirhöndinni. En meyjan stekkur aðeins á tækifæri ef hún veit að það er 100% rétt. Og það sannast í vikunni.

Þú ert stórstjarna og hefur ekki verið að nýta þína hæfileika til fulls á þessu ári. Breyttu því. Þú veist hvers virði þú ert.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 9, 17, 29

Vog

23. september – 22. október

Rosalega eru stjörnurnar ánægðar með þig elsku vog. Neikvæðnin hefur verið að buga þig síðustu vikuna en núna er annað uppi á teningnum. Jákvæðnin umlykur þig og það virðist vera að aðstæður og fólk hafi ýtt þér í bjartsýnari átt, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.

Þetta verður rosalega góð vika í vinnunni hjá þér. Út af breyttu hugarfari hjá þér og öðrum gengur einhvern veginn allt upp. Þú ert svo hugmyndarík vogin mín og ein af þínum betri hugmyndum fæðist í vikunni. Hvort hún verði að raunveruleika þarf tíminn að leiða í ljós, en mundu bara að þú ert frábær og stendur þig svo vel í lífinu, þó þér líði stundum ekki svoleiðis.

Þegar kemur að ástar- og fjölskyldumálum þá er allt í blóma. Ekkert að. Mikill samhljómur og allt gengur einhvern veginn upp. Það er ferðalag í vændum og það verður gott fyrir þig að komast aðeins í burtu úr hversdaginum og hreinsa hugann.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 8, 55, 72

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Metnaðurinn er í botni hjá þér og skilar sér í fullt af spennandi tækifærum. Svo mörgum að þú þarft að velja og hafna. Skoðaðu vel samstarfsfélaga þína. Hverjum er treystandi og hverjum ekki? Það skiptir höfuðmáli þegar þú ákveðru hvaða verkefni þú ætlar að demba þér út í.

Þér vegnar vel í vinnu og einkalífi en þú hefur setið á hakanum. Af hverju eyrnamerkirðu ekki meiri tíma fyrir sjálfan þig? Það er svo mikilvægt fyrir þig að eiga stund með sjálfum þér og þú þarft að fara að bæta þig í því. Þetta þarf ekki að vera löng stund á hverjum degi, kannski bara hálftíma göngutúr í hádeginu. Ákveddu tíma og einbeittu þér að sjálfum þér.

Það eru engar stórfréttir úr ástarmálunum. Ástand er óbreytt og stundum langar þig í eitthvað meria. Þá skaltu bara láta það gerast.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 18, 25, 72

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Það gengur allt upp hjá þér þessa dagana, alveg sama hvað það er. Þá er ráð að staldra við, líta yfir farinn veg og meta það sem þú hefur áorkað. Það er nefnilega hellingur!

Ástarmálin ættu að vera í brennidepli hjá bogmanninum í þessari viku. Þú skalt einbeita þér að ástvinum þínum og styrkja tengslin við vini, sem þú hefur kannski ekki séð lengi. Skipulegðu vinahitting og hafðu smá gaman. Ef þú ert einhleypur ættir þú að bjóða einhverjum sem þér líst á út á stefnumót. Þessi vika gæti nefnilega fært þér lífsförunaut. Ef þú ert í sambandi þá þarftu að gefa þig jafn mikið í sambandið og þú gefur þig í vinnuna. Annars gætirðu lent í vanda.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 7, 46, 66

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Steingeitin mín, þú ert svo sterk. Þú lætur eins og ekkert sé. En það er eitthvað að angra þig virkilega mikið og þú verður að brjóta odd af oflæti þínu og opna þig við einhvern, leita þér hjálpar eða hvað sem það þarf.

Þegar þú losar um þessa stíflu innra með þér þá opnast nýr heimur fyrir þér. Þú heldur stundum að þú þurfir ekkert meira en þú hefur hér og nú, en það er ekki rétt. Þínir möguleikar eru endalausir. Þú ert svo hæfileikarík steingeit. Ekki vakna upp við vondan draum eftir nokkur ár, horfa til baka og sjá eftir glötuðum tækifærum.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 4, 69, 70

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Það er lítið að frétta í vinnunni og skóla. Allt gengur sinn vanagang og þú hefur svo sem ekki yfir neinu að kvarta, nema hve lítið er að gera.

Hins vegar er allt að gerast í einkalífinu. Ef þú ert einhleypur er einhver bálskotinn í þér. Þú veist hver það er. Ekki ákveða strax að þetta sé ekki að fara að ganga. Láttu á það reyna og hugsanlega kemur þessi aðili þér skemmtilega á óvart.

Afmælið reyndist þér erfitt. Þú ert á krossgötum og pínu týndur í lífinu. Það er eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af. Öll lendum við í tilvistarkreppu hér og þar sem leysist úr án þess að maður einbeiti sér sérstaklega að því.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 19, 99

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Þú hefur farið í gegnum mikla sjálfsvinnu sem er að skila sér. Þú horfir öðruvísi á lífið og treystir meira á innsæið, frekar en að láta aðra segja þér hvað þú átt að gera.

Fyrripartur vikunnar verður mjög rólegur og fátt sem dregur til tíðinda. Seinniparturinn hins vegar einkennist af gleði. Þér verður boðið í selskap sem á eftir að draga jákvæðan dilk á eftir sér. Þú kynnist mikilvægari manneskju í þessu boði sem þú átt eftir að eiga í lífinu til æviloka. Spennandi!

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 10, 25, 43

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjóðheitar á sundfötum

Sjóðheitar á sundfötum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.