fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Móna Lind er með ósýnilegan sjúkdóm: Svona linar hún sársaukann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 12:00

Móna Lind tekst á við ósýnilega sjúkdóma og fordóma. Hún notar hreyfingu sem vopn gegn verkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móna Lind Kristinsdóttir, 28 ára, er að kljást við ósýnilega sjúkdóma. Hún er með vefjagigt og endometríósu, eða legslímuflakk eins og það er einnig kallað. Hreyfing hefur hjálpað Mónu Lind mikið, bæði líkamlega og andlega. Hún vill deila því hvernig hreyfing hefur hjálpað henni og hvernig hún tekst á við erfiða daga og tímabil, sína eigin fordóma og fordóma annara gagnvart sjúkdómnum. Hún segir einnig frá því hvernig hún heldur í jákvætt hugarfar og minnir sig reglulega á ástæðuna fyrir því að hún stundar reglulega hreyfingu.

„Ef þú ert að takast á við sjúkdóm eða veikindi þá veistu hvað það getur dregið mikið úr manni, suma daga meira en aðra,“ segir Móna Lind í einlægum pistli á bloggsíðunni builtbydottir.com. Móna Lind er með vefsíðuna ásamt Heiðrúnu Finnsdóttur.

„Því miður eru alveg ótrúlega margir að kljást við veikindi og sjúkdóma, sem sumir hverjir sjást ekki utan á fólki,“ segir Móna Lind

„Það er oft mjög erfitt  fyrir þann sem er að takast á við heilsubrest að hugsa sér að hreyfing sé að fara að laga eitthvað og hvað þá heldur að fara að gefa manni meiri orku í daglegu lífi. Þess þó heldur hugsa margir að það muni frekar taka frá þeim þá litlu orku sem það hefur, ég veit að ég hugsaði það allavega,“ segir Móna Lind og bætir við að ofan á það koma fordómar, bæði manns eigins og annarra.

View this post on Instagram

One year today since my sugery. I woke up screaming because the pain was so bad, the same pain i feel when i have my worst “period cramps.” Only this time the pain was because my doctor had burned away alot of tissue from behind my uterus. That’s my : “I’m really drugged and uncomfortable” face.. 😒 The only way to diagnose Endometriosis Is by performing a laparoscopy. It is done by making an incision near the belly button and the abdomen filled with gas to get a better look at the internal organs. The doctor looks for scarring and lesions on your uterus, ovaries, fallopian tubes, bladder, and other organs. My doctor had to make two more incisions on the left side of my tummy to burn away the endometriosis lesions that were behind my uterus. Endometriosis is very painful and there is no cure for it. This sugery has given me some relief from the pain and i hope it will last for some time 🤞🏻😒 1 in 10 women have Endimetriosis.If you are experiencing symptoms of Endometriosis, talk to your doctor. Pain is not just “part of being a woman” I am 1 in 10.

A post shared by Móna Lind Kristinsdóttir (@monalindk) on

Skert lífsgæði

Móna Lind er með vefjagigt og endometríósu. „Þessir sjúkdómar draga verulega úr lífsgæðum mínum og ég á marga daga í mánuði þar sem ég er með mikla verki og þeim fylgir mikil síþreyta. Mér fannst mjög erfitt að gera hreyfingu part af minni vikulegu rútínu því til að byrja með var ég með klikkaðar harðsperrur og fann ekki þetta sem mér fannst allir vera að segja: „Æfingarnar gefa mér svo miklu meiri orku!““ Segir Móna Lind. Hún fann það þessa auknu orku ekki fyrr en eftir að hafa æft reglulega í þrjár til fjórar vikur.

„Það magnaða við líkamann er að þegar við hreyfum okkur þá losar hann efnið endorfín og fyrir mig sem er að takast á við daglega verki er það frábært því endorfín hefur áhrif á staði í heilanum sem draga úr skynjun á sársauka. Æfingar bæta blóðflæði sem sendir næringarríkt blóð til staða þar sem ég finn til og dregur því úr sársauka. Endorfín bætir skapið og kemur í veg fyrir streitu og þunglyndi,“ segir Móna Lind.

Með hreyfingu nær Móna Lind að halda einkennum endómetríósunni niðri.

„Ég fór að finna fyrir miklum breytingum hjá mér, bæði líkamlega og andlega, eftir að ég byrjaði að stunda crossfit. Ég byrjaði að hreyfa mig því ég var óheilbrigð, andlega veik, óörugg, óánægð og leið ekki vel í eigin skinni. Í dag mæti ég á æfingar því mér líður betur þegar ég hreyfi mig, vegna þess að það bætir heilsu mína og svo finnst mér það ótrúlega skemmtilegt,“ segir Móna Lind.

Erfitt að skala niður æfingar

Vegna veikindanna þarf Móna Lind reglulega að taka sér pásu frá crossfit, hægja á sér eða skala niður æfingar. Hún segir að stundum líði sér eins og hún taki tvö skref áfram og eitt til baka, en það sé allt í lagi.

„Ég geri alltaf mitt allra besta á æfingum hverju sinni og það er nóg fyrir mig að vita það,“ segir Móna Lind og bætir við að þrátt fyrir allt sjái hún mikinn árangur hjá sér.

Fordómar

Móna Lind veiktist fyrst þegar hún var 14 ára en veikindin versnuðu verulega þegar hún var 27 ára gömul. Hún gat ekki mætt til vinnu og fann fyrir mismiklum skilningi yfirmanna sinna.

„Ég fékk að finna fyrir miklum fordómum. Ég var sjálf að takast á við mína eigin fordóma gagnvart því að vera orðin svona mikið veik, aðeins 27 ára gömul, með ósýnilegan sjúkdóm sem fæstir hafa heyrt talað um,“ segir Móna Lind. Hún bætir við að það hafi verið erfitt að horfast í augu við að verða óvinnufær og það hafi ollið henni miklum ótta og kvíða.

Samkvæmt læknisráði mætti Móna Lind reglulega í ræktina. Samstarfsfélagar hennar létu yfirmenn vita og var hún beðin um að svara fyrir það. „Ég þurfti virkilega að vinna í því að passa upp á mig og standa með sjálfri mér. Því miður er bara til allt of mikið af fólki sem sýnir því engan skilning að fólk veikist og þarf að takast á við líkamlega og andlega sjúkdóma. Og nei, það sést ekki alltaf utan á fólki hvað er að,“ segir Móna Lind.

„Ég veit að ég „lít ekki út fyrir að vera veik“ en veistu, mér er bara orðið alveg um hvað aðrir telja sig vita um mig og baktal. Ég vona að þessir aðilar þurfi ekki að upplifa það að missa heilsuna.“

Hægt er að lesa pistill Mónu Lindar í heild sinni á builtbydottir.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.