fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Leitar sér hjálpar við kvíða og þunglyndi: „Ekki þjást í þögninni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 18:00

Lili er opin með sín vandamál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riverdale-leikkonan Lili Reinhart hefur leitað sér sálfræðimeðferðar við kvíða og þunglyndi, en hún tilkynnti það í sögu sinni á Instagram. Sagt er frá þessu á vef Us Magazine.

„Vinaleg ábending til þeirra sem þurfa að heyra það,“ hóf Lili opinberun sína á Instagram. „Sálfræðimeðferð er ekki eitthvað sem maður á að skammast sín fyrir. Allir geta haft gott af því að leita til sálfræðings,“ bætti hún við.

„Það skiptir ekki máli hve gamall maður er eða hve „stoltur“ maður er að reyna að vera. Við erum öll manneskjur. Og við göngum öll í gegnum erfiðleika. Ekki þjást í þögninni. Ekki skammast þín fyrir að biðja um hjálp.“

Lili hefur opnað sig um geðræn vandamál sín áður, en í viðtali við Seventeen í apríl í fyrra sagðist hún hafa þjáðst af félagslegum kvíða alla tíð.

„Ég á erfitt með samkomur og veislur. Ég vil frekar vera heima og lesa bók.“

Hún hefur jafnframt áður leitað sér hjálpar við þessum vandamálum, þrátt fyrir ungan aldur.

„Ég er 22ja ára. Ég er með kvíða og þjáist af þunglyndi. Og í dag byrja ég í meðferð á nýjan leik. Nú hefst vegferð sjálfsástar fyrir mig. Og gangi ykkur vel á ykkar vegferð,“ skrifaði hún á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

11 efni sem þú skalt aldrei setja á andlitið

11 efni sem þú skalt aldrei setja á andlitið
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hvar bólurnar eru staðsettar segir ýmislegt um heilsu þína

Hvar bólurnar eru staðsettar segir ýmislegt um heilsu þína
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Skiptar skoðanir um börn og páskaegg: „Sé enga ástæðu til að gefa þeim þetta rusl“ – „Enginn hefur rétt á að dæma“

Skiptar skoðanir um börn og páskaegg: „Sé enga ástæðu til að gefa þeim þetta rusl“ – „Enginn hefur rétt á að dæma“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Átta útgáfur af barnamyndum sem þú ættir aldrei að setja á netið

Átta útgáfur af barnamyndum sem þú ættir aldrei að setja á netið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ekki horfa á þetta myndband ef þig langar að eignast börn

Ekki horfa á þetta myndband ef þig langar að eignast börn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndbandið sem hefur fengið 28 milljón áhorf á einum sólahring: „Mamma geturðu sett meira hár á hausinn minn?“

Myndbandið sem hefur fengið 28 milljón áhorf á einum sólahring: „Mamma geturðu sett meira hár á hausinn minn?“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nú er kominn tími á páskaþrifin – Lausnir fyrir letingja

Nú er kominn tími á páskaþrifin – Lausnir fyrir letingja

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.