fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Erna Kristín: „Markaðurinn græðir á okkar minnimáttarkennd og okkar brotnu sjálfsmynd“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað erum við tilbúin að ganga langt til þess að fá hinn „Fullkomna Líkama?““

„Viljinn er allt sem þarf”
„Byrjaðu í dag”
„Farðu á þennan megrunarkúr”
„Drekktu hægðalosandi te”
„Geru þetta & gerðu hitt”

„Það sorglega við þetta ferli og þennan eltingaleik…. Er að enginn líkami er „hinn fullkomni líkami” þið náið aldrei þessum væntingum ykkar…..því „hinn fullkomni líkami” er tilbúningur. Tískufyrirbæri. Tískubylgja sem breytist með tíð og tíma í stöðugar áttir,“ segir Erna Kristín á Instagram síðu sinni Ernuland.

Erna hefur í dágóðan tíma notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og fyrir nokkrum mánuðum ákvað hún að notfæra sér þann mátt sem miðlarnir hafa í dag til þess að breiða út boðskap sinn um jákvæða líkamsímynd. Í mörg ár glímdi Erna sjálf við átröskun og brenglaða líkamsímynd og hefur hún undanfarið eytt miklum tíma og orku í það að breyta viðhorfum sínum og sjálfsmynd. Hvetur hún aðra til þess að gera hið sama bæði á Facebook sem og Instagram með því að deila með fylgjendum sínum hugsunum og jákvæðum orðum.

Mynd: Instagram/Ernuland

„Aðeins nokkur % kvenna passa inn í „hinn fullkomna líkama” hverju sinni. Sjáið þið fyrir ykkur Kim Kardarshian plumma sig vel árið sem Barbie dúkkan kom út ? Þar sem grannir langir leggir & einstaklega grannar mjaðmir voru standardinn fyrir hinn fullkomna líkama ? Eða sjáið þið Twiggy eða Kate Moss fyrir ykkur árið 1950 ná frægð þegar stórar mjaðmir, læri, rass og þessi svokallaði S-laga líkami þótti kynþokkafullur fyrir konur? Já eða Marilyn Monroe árið 1990 þegar „því mjórri því betri” þótti kynþokkafullt ?“

Líkaminn settur upp sem söluvara

Segir Erna hinn fullkomna líkama vera tískufyrirbæri en að fólki sé ekki ætlað að komast í aðeins eitt form af líkama.

„Þess vegna eru þetta óraunhæfar kröfur á líkama okkar að vera í stöðugum eltingaleik, og við hvað? Tilbúning og peningaplott. Markaðurinn græðir á okkar minnimáttarkennd og okkar brotnu sjálfsmynd. Líkaminn er settur upp sem söluvara sem síðan matar kynslóð eftir kynslóð á því hvernig konur og karlar eiga að vera til þess að vera samþykkt. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að fá hinn fullkomna líkama?“

Mynd: Instagram/Ernuland

Þá segir Erna að hver og einn þurfi ekki að ganga langt þar sem allir séu nú þegar fullkomnir eins og þeir eru.

„Ástæðan fyrir þinni fullkomnun er að það er enginn eins og þú og það er hinn fullkomni líkami árið 2019. Stórfenglegur, allavegana, í öllum stærðum og gerðum, stór, lítill, massaður, linur, slitinn, mis langur, mis linur…. Ég er hætt í eltingaleik. Eina toppformið sem ég vil rækta og iðka er andleg heilsa, orka, þol og kærleikur til náungans og líkama míns. Holdarfarið okkar er löngu fullkomið og er það í gegnum allt okkar líf. Í gegnum kílóamissi, kílóa aukningu, áföll, háskólagöngu, meðgöngu, sjúkdóma og allt sem við göngum í gegnum. Eltingaleik LOKIÐ. Áfram allir líkamar.“

Fyrir þá sem vilja fylgjast nánar með Ernu og þeirri hvatningu sem hún deilir geta ýtt hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Atli Heimir er látinn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.