fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 15. febrúar 2019 19:30

Melinda Nichols. Á myndinni til hægri má sjá hvar lykkjan á að vera staðsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melinda Nichols trúði lækni sínum þegar hann sagði henni að lykkjan hefði dottið úr henni fyrir áratug. Það kom henni því rosalega á óvart þegar annað kom í ljós. Lykkjan hafði verið fljótandi inn í henni allan þennan tíma.

Lykkjan er ein vinsælasta getnaðarvörnin fyrir konur. Til eru tvenns konar lykkjur: kopar- og hormónalykkjan. Þær eru báðar T-laga og eru settar í gegnum leghálsinn og sitja síðan inn í leginu.

Melinda eignaðist barn með eiginmanni sínum árið 2007 og ári seinna ákvað hún að láta setja upp lykkjuna. Stuttu seinna fór hún í röntgenmyndatöku svo hægt væri að ganga úr skugga um að lykkjan væri á sínum stað. Lykkjan fannst ekki á röntgenmyndatökunni.

„Lykkjan var farin. Þau sögðu mér að hún hefði „dottið úr mér,““ sagði Melinda við People. Melinda spurði lækninn hvort hún hefði ekki átt að finna eitthvað fyrir því þegar lykkjan losnaði og datt, en hún segir lækninn hafa svarað: „Ekki endilega.“

Læknirinn bauðst til að endurtaka aðgerðina sem Melinda afþakkaði pent og lét í staðinn taka sig úr sambandi.

Nú áratug síðar hefur komið í ljós að lykkjan hafi alls ekki dottið úr Melindu.

Melinda fór í röntgenmyndatöku út af ótengdum bakvandamálum.

„Læknirinn kom inn og sagði: „Þú verður að hafa samband við kvensjúkdómalæknirinn þinn í dag því lykkjan þín er á skrýtnum stað.“ Ég spurði hann undrandi hvort ég væri með lykkju,“ sagði Melinda.

Þegar Melinda hugsar til baka segist hún hafa fengið „einhverja verki hér og þar,“ en aldrei dottið í hug hvað væri raunverulega að.

„Þetta truflaði mig ekki. Ég fann sjaldan til,“ segir Melinda.

Melinda hefur nú látið fjarlægja lykkjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.