fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um miðjan september ráfaði ég inn á bráðamóttöku geðdeildar ósofin og gjörsamlega á botninum. Ég hvíslaði að afgreiðsludömunni að mig vantaði hjálp, ég væri í mjög miklum sjálfsvígshugleiðingum og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera eða hvert ég ætti að leita, en ég vissi að ef ég fengi ekki hjálp væri ég hættuleg sjálfri mér (ekki svona skiljanlega, nokkuð viss um að hún hafi heyrt um það bil 3 hvert orð því ég hvíslaði svo lágt – það var fólk þarna inni).“

Ingibjörg Eyfjörð er tveggja barna móðir sem er búsett ásamt eiginmanni sínum og börnum í Mývatnssveit. Undanfarið hefur Ingibjörg upplifað alvarlegt þunglyndi sem endaði á því að hún leitaði sér hjálpar á geðdeild. Samfélagsmiðlar hafa leikið stórt hlutverk í lífi Ingibjargar í langan tíma en hún er bæði mjög virk á Instagram sem og á bloggsíðunni Öskubuska.

Var búin að skipuleggja sitt eigið sjálfsvíg

Í nokkurn tíma hefur Ingibjörg fundið fyrir því að virkni hennar á samfélasmiðlum hafi haft slæm áhrif á hana þar sem hún var orðin háð því að opna símann sinn til þess að fylgjast með öllu því sem var að gerast. Hún ákvað því að prófa að taka sér fjögurra vikna samfélagsmiðlapásu þar sem hún takmarkaði símanotkun sína niður í nánast ekki neitt. Með þeirri tilraun vildi Ingibjörg sjá hversu mikið hún raunverulega notaði símann sinn og hvort líðan hennar myndi breytast ef hún væri ekki stanslaust að kanna það upplýsingaflæði sem samfélagsmiðlar eru í raun og veru.

Skrifaði Ingibjörg færslu um reynslu sína og reglulega í gegnum hana birti hún hluta úr dagbókarfærslum sínum í gegnum þessar fjórar vikur, þær eru skáletraðar.

-Þetta er töluvert erfiðara en ég hélt, ég á svo erfitt með að sleppa takinu. Það er þessi vani að vera alltaf að taka upp símann og opna, í dag opnaði ég símann 68 sinnum! Til hvers? Opna facebook og skrolla niður til að sjá nánast bara auglýsingar?-

„Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið á jafn slæmum stað. Ég var búin að plana mitt eigið sjálfsvíg út í þaula. Hvaða tími dags væri bestur, hvernig væri best að gera þetta, meira að segja í hverju ég ætti að vera (auðvitað gekk ekki að ég myndi líta jafn illa út og mér leið, það þurfti allt að vera glansmynd) og hver væri líklegastur til að höndla það að koma að mér látinni. Ég var búin að ákveða að hringja í pabba og biðja hann um að koma og hjálpa mér og vera búin að þessu þegar hann kæmi. Mér fannst hann líklegastur til að geta hugsað rökrétt í gegnum þetta. Hversu brenglað er það að velja hvort foreldrið þitt er líklegra til að ráða við það að koma að barninu sínu látnu? Það finnst mér sýna best hversu miklum ranghugmyndum ég var haldin.“

Ingibjörg var sannfærð um það að hún væri byrði á öllum sem hún þekkti og að heimurinn yrði örlítið betri eftir að hún væri farin úr honum. Taldi hún sér trú um að Tryggvi, eiginmaður hennar og börnin þeirra tvö ættu betra skilið.

„Ég fæ ennþá þessar hugsanir en ég er á betri stað til að takast á við þær. Ég veit að þær eru rangar þó þær verði stundum mjög sannfærandi og þegar það gerist þá hugsa ég um það hvað Hólmgeir og Hulda elska mig mikið – hvað þau hafa mikla þörf fyrir umhyggju og ást móður sinnar.“

-Mjög einmana, reyni að finna afsakanir fyrir því að nota netið. Eirðarlaus þó það sé mikið að gera. Finnst ég fjarlægjast vini mína meira með hverjum deginum.-

Þegar Ingibjörg gekk inn á geðdeild var henni boðin hvíldarinnlögn þar sem svefnleysi hennar gerði vanlíðanina verri og ýktari. Ákvað Ingibjörg að þiggja hana ekki barnanna sinna vegna en fékk hún í staðin að gista með þau hjá tengdaforeldrum sínum.

-Tekið eftir því að það er nákvæmlega ekkert sem bíður mín á netinu. Það eru fáir sem hafa samband að fyrra bragði, enn færri sem spyrja mig hvernig mér líður, það er kannski sjálfselska af minni hálfu en ég hef bara ákveðna þörf fyrir það. Mér finnst ég vera að troða mér upp á vini mína ef ég er stöðugt að senda þeim, en ef þeir myndu senda mér þá finnst mér frekar eins og þeir hafa virkilegan áhuga á að vita það. Ég hef gert eitthvað í því að láta vini mína vita að því hvernig mér líður og þar eftir götunum en er mjög hrædd um að ef ég myndi sleppa því myndu fáir ef einhverjir hafa samband. Hef ég virkilega svona þörf á samþykki annara?-

Eftir að Ingibjörg leitaði inn á geðdeild tóku við nokkrar vikur þar sem hún var sett á mismunandi lyf til þess að komast að því hvað hentaði henni og hennar veikindum. Upplifði hún mikil fráhvörf og varð hún svo slæm í eitt skiptið að hún gat ekki hugsað um börnin sín.

„Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild. Ferlið að koma sér aftur á réttan stað eftir svona áfall er langt og erfitt – og það mun taka tíma, þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með alla ævi. Það hafa ekki allir þolinmæði fyrir þessu eða skilning á því hvernig þetta virkar, en ég hef verið að segja sjálfri mér það stöðugt að ég get ekki ráðið því hvernig aðrir bregðast við þessu, bara hvernig ég tekst á við þetta.“

-Börnin eru allavegana glaðari, símanotkunin mín hafði greinilega mun meiri áhrif á þau en mér hefði dottið í hug. Hólmgeir orðinn mun hjálpsamari t.d. þegar Hulda María er í vondu skapi og þau bæði orðin mun hjálpsamari heima þar sem ég tek mér minn tíma við að hjálpa þeim hjálpa mér. Tek eftir hlutum sem ég hefði aldrei tekið eftir annars. Hvað ætli ég sé búin að missa af miklu við að skoða instagram? Þó ég hafi aldrei misst af stóru hlutunum er ég búin að sjá megnið af þeirra stærstu viðburðum í gegnum myndavélina á símanum án þess svo mikið sem horfa upp. Það er sorglegasta uppgötvun sem ég hef gert á mínum 27 árum.-

Segir Ingibjörg samfélagsmiðlapásuna hafa verið einn lið í átt að bata en viðurkennir hún þó að hún hafi ekki staðið sig jafn vel og hún vildi.

„En ég er búin að gera mitt besta. Í gegnum þessar vikur sá ég hvað samfélagsmiðlar hafa slæm áhrif á það hvernig mér líður og hvernig ég hugsa en ég hafði alltaf grun um að það væri stór partur af vanlíðaninni minni. Ég var stöðugt að bera mig saman við aðra, reyna að gera betur en þeir í kringum mig og alltaf svo óendanlega forvitin um hvað væri að gerast hjá öðrum í staðin fyrir að setja bara símann niður, og horfa á það sem var að gerast í kringum mig.“

-Hvenær kemur Tryggvi heim? Ég er að sökkva og mig langar ekki að gera þetta lengur, hugsanirnar komu aftur í kvöld. Er ég virkilega þess virði að fá að lifa?-

Til þess að auðvelda sér takmörkunina á samfélagsmiðlunum notaði Ingibjörg forrit sem heitir Offtime. Með því gat hún sett samfélagsmiðla sína í bann í ákveðið langan tíma á dag.

„Fyrst var það þannig að ég kveið því að Offtime myndi kveikja á sér, mér fannst ég þurfa að nota upp þann litla tíma sem ég hafði á netinu í að soak it all up og horfa varla upp úr símanum að reyna að vera eins og svampur á allar þessar gagnslausu upplýsingar. Þegar tíminn var loksins byrjaður hálf taldi ég niður (ekkert hálf, ég bara taldi niður) í að ég kæmist næst á netið. En svo breyttist það. Einn daginn var ég töluvert mikið í símanum og fór að finna fyrir þreytu í augunum, höfuðverk – og ég fór að hlakka til að Offtime myndi kveikja á sér.“

En hvað gerðist á þessum 4 vikum – breyttist eitthvað?

„Samhliða þessari tilraun hafa lyfin sem ég er á verið að byrja að virka svo það hjálpaði til. Hugsanirnar breyttust ekkert mikið á þessum 4 vikum, ég var ennþá að bera mig saman við annað fólk þar sem ég held að þetta sé bara orðið brennt í hausinn á mér, hversu mikið vanþakklæti fyrir allt það góða sem ég hef í lífinu mínu? En ég lét það ekki hafa jafn mikil áhrif á mig, ég reyndi að einbeita mér meira af því sem ég hef og því sem er að gerast í kringum mig. Ég hló meira á þessum 4 vikum heldur en ég hef gert samtals síðustu 6 eða 7 mánuði og ég var ekki alltaf jafn þreytt. Ég hef verið duglegri heima við hin almennu heimilisstörf og haft meira gaman af því að halda heimilinu mínu hreinu. En þetta hafði ekki bara góð áhrif. Ég gerði svo sem ekki ráð fyrir því, ég gerði alveg ráð fyrir að þarna myndi ég sjá hverjir myndu reyna að hafa samband við mig, ekki alltaf ég að hafa samband við annað fólk. Því ég er þannig, ég er svo einmana að ég þarf alltaf að vera að tala við einhvern – ekki að það breyti því hvað ég er einmana en mér finnst ég alltaf þurfa að fylla upp í þetta hol sem ég finn fyrir, kannski er þetta hræðsla við að vera ein með sjálfri mér og leyfa heilanum mínum að fara á flug – einfaldlega því hann endar ekkert alltaf á góðum stað. Þó þessar 4 vikur séu liðnar ætla ég ekki að eyða Offtime úr símanum, ég ætla að halda áfram að reyna að halda símanotkun í lágmarki. Ég veit að það er það besta fyrir mig, fjölskylduna mína og við eigum það skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins