fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Bleikt

Stærstu mistök Evu á samfélagsmiðlum: „Bróðir minn var að horfa á þig hrista brjóstin“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 14:30

Eva Ruza er algjör gleðipinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza var gestur Evu Laufeyjar í Íslandi í dag í gær á Stöð 2 þar sem fyrrnefnd Eva sýndi listir sínar í eldhúsinu.

Eva rak það hvernig hún hafi náð svo stórum fylgjendahópi á samfélagsmiðlum, en það byrjaði allt með því að hún var rekin upp á svið í litahlaupinu svokallaða árið 2015. Hún vakti það mikla lukku á sviðinu að fylgjendafjöldi hennar á Snapchat margfaldaðist, þó hún kynni lítið sem ekkert á forritið, eins og meðfylgjandi saga sannar.

„Ég vissi ekki að það væri hægt að læsa snappinu. En sem betur fer var ég ekki búin að hrista ber brjóstin framan í alla aðdáendur mína þá. Það gerðist nokkrum mánuðum áður,“ segir Eva og heldur áfram að lýsa því þegar hún tók upp snapp snemma á sunnudagsmorgni.

„Ég ætlaði að vera ógeðslega fyndin að senda vinkonum mínum,“ segir hún og lýsir því hvernig hún tók upp Snapchat-mynd af sér berbrjósta uppi í rúmi að hrista brjóstin.

„Ég valdi svo allar vinkonur mínar og valdi svo My Story, því þá hélt ég að þær gætu horft á þetta í 24 tíma.“

Hins vegar gátu allir fylgjendur Evu horft á brjóstahristinginn þar sem My Story er opið fyrir alla fylgjendur.

„Þetta voru mín stærstu mistök á samfélagsmiðlum,“ segir Eva, sem fékk áfall stuttu eftir að snappið fór í loftið. „Það var ekki fyrr en þremur tímum seinna sem vinkona mín, hún Systa, sagði: Bróðir minn var að horfa á þig hrista brjóstin,“ segir Eva. „Þá fékk ég bara panikk.“

Horfa má á innslagið í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.