fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Upplifði alvarlegt fæðingarþunglyndi: „Það var erfitt að aðlagast nýjum líkama“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir meðgöngu er eðlilegt að líkami kvenna gangi ekki til baka í sitt fyrra form. Þrátt fyrir að sumar konur taki ákvörðun um að hreyfa sig reglulega og borða hollt þá er ekki þar með að líkami þeirra verði nokkurn tíma eins og hann var áður.

Það er að sjálfsögðu eðlilegt að eftir níu mánaða meðgöngu, miklar hormónabreytingar og stækkun á hinum ýmsu líkamshlutum (já, það stækkar fleira en maginn) að húð kvenna, beinabygging og vöðvar geti einfaldlega ekki gengið til baka.

Margar konur upplifa stækkun á mjaðmagrind, slit á maga og líkama, minni brjóst eftir brjóstagjöf og svo framvegis. Í kjölfarið af þessum breytingum geta margar konur fundið fyrir þunglyndi enda hefur verið algengt að ýtt sé á eftir nýbökuðum mæðrum að koma sér strax í form.

Upplifði mikið fæðingarþunglyndi

Shina Pierce er tuttugu og níu ára gömul tvíburamóðir sem æfði og sýndi fitness af kappi áður en að hún varð ófrísk að tvíburum sínum. Fæðing Shinu var virkilega erfið og stóðu hríðar yfir í fjóra daga ásamt því að hún missti mikið blóð. Loks komu tvíburadætur hennar, Harper og Nicole í heiminn en erfiðleikum Shinu var ekki lokið.

Fyrstu mánuðina eftir fæðingu upplifði Shina mikið fæðingarþunglyndi. Hún grét mikið, upplifði mikið svefnleysi og fannst hún ekki hæf móðir.

„Tíminn eftir fæðingu var mjög erfiður, mig langaði til þess að komast aftur í mitt upprunalega form og það var erfitt að aðlagast nýjum líkama. Ég hafði samt meiri áhyggjur af því hvernig ég ætti að komast í gegnum svefnleysið heldur en líkama minn,“ segir Shina í viðtali á Metro.

Hvetur mæður til þess að fagna líkama sínum eftir meðgöngu

Eftir nokkrar vikur af vonleysi og vanlíðan ákvað Shina að fara aftur að gera það sem hún elskaði fyrir barnsburð, hreyfa sig. Hún fór reglulega í göngutúra með dætur sínar og æfði sig í fimmtán mínútur heima fyrir. Ári seinna var Shina aftur mætt í ræktina.

Hún ákvað að skrá sig í fitness keppni og sýna hvernig líkami hennar var, með slitum og öllu. Það gerði Shina til þess að hvetja aðrar mæður til þess að fagna líkama sínum eftir meðgöngu.

„Þegar aðrar mæður og fitness módel voru á bak við sviðið þá upplifði ég smá óöryggi þar sem margar konurnar og mæðurnar voru með maga sem leit ekki einu sinni út fyrir að hafa gengið með barn. Ég þurfti bara að minna mig á að ég var að þessu fyrir mig. Ég þurfti að minna mig á það að ástæðan fyrir því að mig langaði til þess að fara upp á svið, var til þess að sanna það fyrir sjálfri mér að ég get farið út fyrir þægindasvið mitt og að ég geti gert allt sem ég stefni að.“

Vonast Shina til þess að hún geti hvatt aðrar konur til þess að líða vel í eigin skinni og að þeim sem langi til þess að stíga upp á svið þrátt fyrir breytt útlit muni þora því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

11 efni sem þú skalt aldrei setja á andlitið

11 efni sem þú skalt aldrei setja á andlitið
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hvar bólurnar eru staðsettar segir ýmislegt um heilsu þína

Hvar bólurnar eru staðsettar segir ýmislegt um heilsu þína
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Skiptar skoðanir um börn og páskaegg: „Sé enga ástæðu til að gefa þeim þetta rusl“ – „Enginn hefur rétt á að dæma“

Skiptar skoðanir um börn og páskaegg: „Sé enga ástæðu til að gefa þeim þetta rusl“ – „Enginn hefur rétt á að dæma“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Átta útgáfur af barnamyndum sem þú ættir aldrei að setja á netið

Átta útgáfur af barnamyndum sem þú ættir aldrei að setja á netið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ekki horfa á þetta myndband ef þig langar að eignast börn

Ekki horfa á þetta myndband ef þig langar að eignast börn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndbandið sem hefur fengið 28 milljón áhorf á einum sólahring: „Mamma geturðu sett meira hár á hausinn minn?“

Myndbandið sem hefur fengið 28 milljón áhorf á einum sólahring: „Mamma geturðu sett meira hár á hausinn minn?“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nú er kominn tími á páskaþrifin – Lausnir fyrir letingja

Nú er kominn tími á páskaþrifin – Lausnir fyrir letingja

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.