fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Bleikt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 08:30

Draumaparið segja einhverjir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir aðdáendur leikaranna Jennifer Aniston og Brad Pitt, sem voru gift á árunum 2000 til 2005, tóku andköf þegar að Brad mætti í fimmtugsafmæli Jennifer síðustu helgi.

Að sjálfsögðu fóru sögusagnir í gang, enda margir sem óska þess enn að þessi tvö finni ástina hjá hvoru öðru á ný, enda bæði á lausu eftir að Jennifer skildi við Justin Theroux árið 2017 og Brad við Angelinu Jolie árið 2016. Þá höfðu einhverjir áhyggjur af því að búið væri að blása líf á neistann á ný, enda var skilnaður Jennifer og Brad mjög áberandi í fjölmiðlum fyrir þær sakir að því var haldið fram að Brad hefði fundið ástina í örmum Angelinu áður en allt var búið á milli þeirra Jennifer. Þetta allt vekur því upp sárar minningar hjá einhverjum og er í raun mikið hitamál.

Dúllurnar.

Í grein á vef People er hins vegar slökkt á öllum vonum og áhyggjum er varðar ástarsamband Brad og Jennifer.

„Allar manneskjur sem elska Jen mættu, þar á meðal Brad,“ segir heimildarmaður People. „Teitið var til að fagna lífi Jen. Brad var lengi mikilvægur partur af lífi Jen. Hún fór fram og til baka áður en hún ákvað að bjóða honum.“

Að lokum var honum boðið, en hann var ekki eini fyrrverandi elskhuginn sem mætti. Tónlistarmaðurinn John Mayer var einnig í afmælisveislunni, en hann og Jennifer deituðu árið 2008. Fyrrverandi kærastan hans, söngkonan Katy Perry, var einnig á staðnum með kærastanum sínum, leikaranum Orlando Bloom. Þá var fyrrverandi kærasta Brad, leikkonan Gwyneth Paltrow, einnig viðstödd. Greinilega mikill skilningur og traust í þessum hópi.

Að sögn heimildarmanns People var Jennifer mjög ánægð með veisluna en vísar því alfarið á bug að hún sé byrjuð aftur með Brad.

„Þau eru klárlega ekki að deita eða í slíkum hugleiðingum. Þau eru vinaleg en það er allt og sumt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Elstu dætur eru klárastar

Elstu dætur eru klárastar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Hvað eru freknur og hverjir fá þær?

Hvað eru freknur og hverjir fá þær?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.