fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Einkaþjálfari Jennifer Aniston leysir frá skjóðunni: Fimmtug og heldur planka í 3 mínútur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 08:00

Jennifer er fimmtug og flott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær, þann 11. febrúar. Það má með sanni segja að Jennifer líti vel út, eins og hún hefur ávallt gert, og geislar af henni heilbrigðið. Í viðtali við Women’s Health leysir einkaþjálfari hennar, Leyon Azubuike, frá skjóðunni og segir að hún æfi allt að sjö daga vikunnar í einn og hálfan tíma í senn.

Æfingar hannaðar eftir dagbókinni

Leyon notar þjálfunartækni sem heitir á ensku „periodization“, sem gæti verið þýtt sem tímabilaþjálfun, þar sem æfingarnar eru sérhannaðar í kringum hve mikið leikkonan hefur að gera hverju sinni.

„Hvar við erum í þeim hring ákveður lengd og erfiði æfinganna sem Jen gerir. Ef ég veit að Jen er ekki í tökum förum við inn í öðruvísi æfingatímabil en þegar ég veit að hún er upptekin á morgun. Ef hún er að fara að ganga upp á svið og taka við verðlaunum rústa ég ekki fótleggjunum hennar í ræktinni daginn áður,“ segir Leyon. Að sjálfsögðu vísar hann ekki í að bókstaflega rústa fótleggjum hennar heldur extra erfiðar fótleggjaæfingar. Út af þessu skipulagi æfir Jennifer sjö daga vikunnar þegar að mest er, en aðeins þrjár daga vikunnar ef hún er önnum kafin í öðru.

Leyon segir hins vegar að æfingarnar hennar séu aldrei auðveldar og að þau tvö grípi hvert tækifæri til að æfa saman.

„Hún verður að svara þegar ég segi: Gerum þetta,“ segir hann. „Ef hún er í tökum klukkan þrjú á morgnana og við verðum að æfa fyrir það þá gerum við það. Við virðum hvort annað að því leitinu þannig að þetta er stöðugt samtal sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og skilningi.“

Fer létt með planka

Leyon er strangur einkaþjálfari að eigin sögn og lætur leikkonuna gera ýmsar kúnstir í ræktinni.

Jennifer Aniston kallar ekki allt ömmu sína.

„Við boxum, sippum, við gerum styrktaræfingar, við gerum mikið með teygjum – við elskum teygjur sem gefa mótstöðu. Við blöndum þessu saman þannig að þetta er alltaf erfitt. Það er sífellt verið að skora á hana. Ég er mjög hrifinn af því að skipta reglulega um æfingar þannig að líkaminn bregðist við á jákvæðan hátt og breytist,“ segir hann og bætir við að Jennifer elski að boxa og gera bak- og kviðæfingar.

„Hún getur haldið planka í tvær til þrjár mínútur frekar auðveldlega.“

Til að gera þetta erfitt fyrir leikkonuna hefur Leyon sett saman plankaæfingu þar sem Jennifer byrjar í hefðbundnum planka, færir sig síðan í hliðarplanka, svo í planka með banki á axlir og svo framvegis.

„Við gerum mikið af æfingum sem teygja á bak- og kviðvöðvum þannig að við gerum æfingar eins og þar sem hún hangir á slá og ýtir hnjánum upp og niður. Við gerum líka magabrettur til að sjokkera líkamann reglulega, en það er ekki stór partur í bak- og kviðæfingaplaninu okkar.“

Leyon segir í raun erfiðasta partinn af starfinu að finna sífellt nýjar áskoranir fyrir Jennifer.

„Þetta er kona sem hefur ávallt litið stórkostlega út og ég hef það starf að halda því þannig og jafnvel bæta það enn frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.