fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Stelpurnar hjá Vynir skora á aðra bloggara: „Með því að skora á aðra myndast ákveðin samkeppni og hvatning“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:00

Eva Björk Ægisdóttir: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef lengst hlaupið tíu kílómetra svo að þetta verður ákveðin áskorun fyrir mig og sömuleiðis fyrir hinar. Ég get samt auðvitað bara talað fyrir mig sjálfa. En markmið okkar er að komast að endamarkinu, hvort sem það er hlaupandi, skokkandi eða labbandi,“ segir Katrín Helga Daðadóttir bloggari á síðunni Vynir í samtali við blaðakonu.

Stelpurnar sem halda úti bloggsíðunni tóku sameiginlega ákvörðun um það að skora á sjálfa sig og aðra bloggara landsins að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst næstkomandi. Ætla stelpurnar að hlaupa 21,1 kílómetra til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra.

„Ég á bara eitt líf snertir okkur allar á einn eða annan hátt og langar okkur til þess að hlaupa til styrktar því. Við vorum allar sammála því. Eins og er er helmingur hópsins að fara að hlaupa 21,1 kílómetra og það getur vel verið að fleiri bætist við. Markmið okkar er að safna 100.000 krónum en allt umfram það væri bara yndislegt.“

Ákvað hópurinn að taka áskorun sína skrefinu lengra með því að hvetja aðra bloggara til þess að gera slíkt hið sama.

„Síðasta sumar datt mér þetta í hug en lét ekkert verða af því að viðra hugmyndina. Síðan fyrir áramót talaði ég við Svandísi um þetta og hún stakk upp á að við færum 21,1 kílómetra. Mig langaði þó að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu líka þar sem að þetta er gott hópefni þar sem við vinnum saman að markmiði. Með því að skora á aðra myndast ákveðin samkeppni og hvatning til þess að standa okkur og klára þetta.“

Skoruðu stelpurnar á bloggara hjá síðunni Öskubuska til þess að taka einnig þátt og hvöttu þær til þess að láta boltann rúlla áfram.

„Annars viljum við hvetja sem flesta til þess að prófa að hlaupa í maraþoninu, það er engu líkt og allt gert fyrir góðan málstað.“

Hér fyrir neðan má heita á stelpurnar og hvetja þær áfram:

Katrín Helga Daðadóttir

Svandís Þóra Kristinsdóttir

Aníta Rún Harðardóttir

Helga Rut Hauksdóttir

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.