fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 11. febrúar 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnimáttarkennd varð til þess að Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fór til lýtalæknis til að fá álit á því hvort hún væri með of stórt nef.

Lára segir frá þessu í bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Hún segir ferlegt að eyða tíma og orku í að vera ofur meðvitaður um einhvern ákveðinn líkamspart.

Lára segir frá því í byrjun pistilsins að hún hafi verið stödd í Jerúsalem þegar gyðingur gekk upp að henni. Hann sagðist alltaf hafa langað til að kvænast bláeygðri konu með lítið fíngert nef.

„Mér hafði ekki enn gefist tækifæri til að segja honum að ég væri gift þegar hann var farinn að reyna að stjórna mér. Símahulstrið mitt var til dæmis ekki í réttum lit.“

Lára segir að þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún var með minnimáttarkennd gagnvart nefinu á sér fram á fullorðinsár. Gekk hún svo langt að passa að enginn sæi það á hlið því henni fannst það allt of stórt.

„Eftir bónorðið fór ég að horfa kringum mig og sá að nefið mitt var alls ekki svo stórt í samanburði við önnur nef þarna sem ég var stödd.“

Lára segir að á íslenskan mælikvarða hafi það þó verið nógu stórt til að sögukennari í Verzlunarskólanum notaði það sem sýnishorn þegar hún var sextán ára. „Hann benti á mig og sagði: „Þú, horfðu á hlið. Sjáið krakkar, hún gæti verið með grískt nef.“ Við vorum að læra um sögu Grikklands.“

Lára segir að minnimáttarkenndin hafi rekið hana til lýtalæknis sem þó sá ekki ástæðu til að gera aðgerð. „Mikið var ég fegin en samt ekki. Það var ekki fyrr en ég eignaðist börnin mín og þroskaðist að ég hafði ekki tíma eða áhuga á að spá í nefið á mér. Að ég áttaði mig á að flestum er nett sama um nefið á mér.“

Lára segir, þegar hún hugsar til baka, að það sé ferlegt að eyða tíma og orku í að vera ofur meðvitaður um einhvern ákveðinn líkamshluta eða líkamspart.

„Það sem einum þykir fallegt fellur ekki endilega að smekk annars. Sama hvaða lýti við teljum að við höfum þá skilgreinir það okkur ekki. Það sem mér finnst skilgreina mig er hvern hug ég ber til sjálfrar mín og annarra. Þegar maður sleppir svona sleggjudómum þá öðlast sálin hugarró. Og þar er gott að dvelja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.