fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Tapaði heyrninni fyrir ellefu árum – Læknar fundu loftbyssuskot inn í eyranu

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 8. febrúar 2019 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja barna móðir sem hafði ekki heyrt almennilega með vinstra eyra í ellefu ár fékk áfall þegar hún komst að því hvað væri að hrjá hana.

Síðan Jade Harris var sautján ára gömul hefur hún heyrt verra með vinstra eyra sínu, hún hafði aldrei áttað sig á því af hverju en hafði gjarnan grínast um það með vinum sínum að hún þyrfti nú að fara og láta kíkja á heyrnina.

Dag einn fékk Jade vatn inn í eyrað og við það fór heyrnin nánast alveg. Hún ákvað því að fara á heilsugæsluna og biðja lækni um að skoða eyrun. Þar mæltu læknarnir með því að hún myndi láta hreinsa á sér eyrun til þess að ná út uppsöfnuðum eyrnamerg.

Þegar hjúkrunarfræðingur kom og byrjaði að hreinsa út úr vinstra eyra hennar með vatni sem hún sprautaði inn í það fékk Jade mikla verki og ljóst var að það var einhver fyrirstaða inn í eyranu.

Áttaði sig ekki á alvarleika málsins

Hún var því send strax á spítala þar sem sérfræðingar skoðuðu eyra hennar. Kom þá í ljós að um plastbyssuskot úr svokallaðri loftbyssu var að ræða og um leið og Jade heyrði það mundi hún eftir atvikinu sem varð til þess að byssuskotið festist inni í eyranu á henni. Hún hafði verið í partýi þegar hún var sautján ára gömul, þar hafði fólk verið að leika sér með loftbyssu þegar eitt skotið endurkastaðist af glugga og í eyra Jade. Á þeim tíma áttaði hún sig ekki á alvarleika málsins.

„Það var mjög vont þegar skotið lenti á mér en ég áttaði mig ekki á því að það hefði farið inn í eyrað á mér, sem það augljóslega gerði. Það voru alltaf allir að segja mér að ég væri svo hávær en ég bara heyrði ekkert í sjálfri mér. Það var mjög vandræðalegt og ég var alltaf að afsaka mig og biðja fólk um að endurtaka það sem það var að segja. Ég hafði enga verki í eyranu en ég þurfti alltaf að hlusta á allt mjög hátt. Þetta gekk á í ellefu ár, það var mikið hlegið að mér og fólk sagði mér að láta kíkja á heyrnina,“ segir Jade í viðtali við Daily Mail.

Læknarnir á spítalanum náðu byssuskotinu út úr eyra Jade með því að nota járnkrók sem þeir náðu að festa í skotið sjálft.

„Hún tók járn krók og þrýsti því inn fyrir kúluna og það var virkilega sársaukafullt. Hendinn á mér flaug upp í loft og ég var næstum því búin að lemja hana. Hún var mjög almennileg við mig og sagði mér að hún hefði séð allskonar hluti koma út úr eyrum fólks en aldrei loftbyssuskot.“

Þrátt fyrir að aðgerðin hafi verið sársaukafull fyrir Jade þá leið henni strax betur og er í dag komin með fulla heyrn.
Segist hún ánægð að geta loksins heyrt almennilega í börnunum sínum þegar þau hlæja og leika sér, en að því miður geti hún einnig heyrt betur í þeim þegar þau eru að öskra og rífast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.